Guðni: Ætla að vinna Ólympíugull í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 08:00 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hefur náð langt á skömmum tíma en hann hefur aðeins æft kringlukast í tvö ár. Vísir/Anton Guðni Valur Guðnason var síðasti Íslendingurinn til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana og sá síðasti til að koma til Ríó en í dag verður hann hins vegar fyrsti frjálsíþróttamaðurinn til að keppa á leikunum þegar hann keppir í undankeppni í kringlukasti karla. Guðni Valur ákvað að sleppa setningarathöfninni og stunda frekar æfingar í Bandaríkjunum áður en hann kom suður til Ríó. „Við ákváðum að fara til Bandaríkjanna og æfa eins og brjálæðingar. Við vildum fara í heitara loftslag heldur en hér og koma síðan hingað niður eftir í „kuldann“. Það er kaldara hérna og maður finnur þannig ekki fyrir hitanum,“ segir Guðni Valur. „Það er búið að ganga mjög vel. Þegar maður hittir á það þá veit maður aldrei hvað gerist. Ég sé alveg úrslitin fyrir mér. Ég ætla að reyna að komast í úrslit og ég er kominn hingað til þess að negla á það. Ef ég hitti á það þá fer ég í úrslit. Það getur allt gerst. Ég á hrikalega bætingu inni og hún á eftir að koma. Bara spurning um hvenær hún kemur,“ segir Guðni Valur.Negla bara á það Hann keppir í seinni riðlinum í dag sem á að fara af stað rétt fyrir ellefu. „Það eru bara þrjú köst. Það er ekkert öryggiskast heldur á maður bara að negla á það sérstaklega þegar maður er ekki heims- eða Ólympíumeistari eða heimsmethafi. Maður á alltaf að reyna að vinna í fyrsta kasti,“ segi Guðni. „Það er alltaf þægilegra að vera í seinni riðlinum upp á það að vita hvað maður þarf að kasta langt,“ segir Guðni. Hann er bara tvítugur og verður ekki 21 árs fyrr en í október. Þarna fer því mikill framtíðarmaður og það eru fleiri Ólympíuleikar í spilunum.Háleit markmið „Það er gott að fá að smakka þetta núna en svo kemur maður hrikalega sterkur inn 2020 í Tókýó. Ég ætla að vinna gull þar. Það er markmiðið,“ segir Guðni. Ekki lítið markmið þarna en hann hefur farið hratt upp metorðastigann í kringlunni. Guðni Valur varð í 22. sæti á EM í Amsterdam fyrr í sumar og náði þar lengsta kasti Íslendings á stórmóti. Hann komst þó ekki í úrslitin. „Ég er bara búinn að vera í kringlunni í tvö ár og var í kúlu á undan því. Það segir ekki allt að vera bara búinn að æfa kringlu í tvö ár því ég var í körfubolta í rúm sjö ár og í golfi í tíu ár. Ég er búinn að æfa allar íþróttir á milli himins og jarðar þar á undan. Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búinn að prófa mikið. Það er allt svo svipað í mörgum íþróttum. Það er alltaf mjöðmin sem kemur inn, bæði í golfi, í kringlu og í kúlu. Ég var í boxi líka og það var það sama,“ segir Guðni. En af hverju valdi hann þá kringlukastið. Small inn í kringlunaGuðni og Pétur Guðmundsson, þjálfari hans.vísir/anton„Það er góð spurning. Ég var bara í kúlu og hún hentaði mér vel. Síðan prufaði ég kringlu og small bara þar inn. Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta eru lyftingar og mér finnst gaman að lyfta. Svo eru það sprettir og það er fínt að spretta. Það er fínt að vera hraður og liðugur. Svo er það að kasta langt og það er líka skemmtilegt. Það skemmtilegasta í golfinu var alltaf að negla kúlunni,“ segir Guðni. Það rigndi í Ríó þegar við hittum á hann í Ólympíuþorpinu en það er betri spá á keppnisdögunum sem verða vonandi tveir. „Ég var að skoða veðurspána og það er spáð léttskýjuðu og sól á föstudaginn (í dag). Laugardagurinn verður rosalegur því þá verður ekkert nema sól. Föstudagurinn snýst bara um að fá að keppa á laugardeginum,“ segir Guðni. „Ég ætla að setja allt í þetta. Ég veit alveg að ég er nógu sterkur og nógu hraður til þess að kasta nógu langt til að komast í úrslit. Það þarf bara að hitta á það. Ég er ekki búinn að hitta á það í sumar. Þetta eru allt búin að vera köst sem ég er að missa til hægri eða húkka til vinstri. Besta kastið á tímabilinu var þegar ég húkkaði kringluna lengst til vinstri. Mér fannst það ekki einu sinni flott kast,“ segir Guðni.Kannski sáttur að ná heimsmeti Hann er gagnrýninn á sjálfan sig. „Ef maður hittir á þetta góða kast, en svo er spurning hvort manni finnist eitthvað vera gott kast. Eins og þegar maður var í golfi og spilaði lélegan hring þá pælir maður ekki í neinu heldur spilaði bara ömurlega. Þegar maður spilar góðan hring þá pælir maður í öllum þessum fimm höggum sem maður hefði getað gert betur. Mér finnst ég aldrei gera neitt vel,“ segir Guðni en bætir við: „Ég verð kannski sáttur þegar ég næ heimsmetinu. Kannski verður það bara lélegt kast og kannski eru lélegu köstin góð köst og góðu köstin léleg,“ segir Guðni heimspekilegur. Hann á framtíðina fyrir sér og er ekki maður sem vill tala í klisjum. „Leiðinlegasta setning sem mér finnst er að segja að þetta fari í reynslubankann. Þetta snýst bara um að komast í úrslit. Ég er ekki hérna til að vera hérna heldur til að komast í úrslit. Annars er alltaf gaman að vera hér,“ sagði Guðni Valur brosandi að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Guðni Valur Guðnason var síðasti Íslendingurinn til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana og sá síðasti til að koma til Ríó en í dag verður hann hins vegar fyrsti frjálsíþróttamaðurinn til að keppa á leikunum þegar hann keppir í undankeppni í kringlukasti karla. Guðni Valur ákvað að sleppa setningarathöfninni og stunda frekar æfingar í Bandaríkjunum áður en hann kom suður til Ríó. „Við ákváðum að fara til Bandaríkjanna og æfa eins og brjálæðingar. Við vildum fara í heitara loftslag heldur en hér og koma síðan hingað niður eftir í „kuldann“. Það er kaldara hérna og maður finnur þannig ekki fyrir hitanum,“ segir Guðni Valur. „Það er búið að ganga mjög vel. Þegar maður hittir á það þá veit maður aldrei hvað gerist. Ég sé alveg úrslitin fyrir mér. Ég ætla að reyna að komast í úrslit og ég er kominn hingað til þess að negla á það. Ef ég hitti á það þá fer ég í úrslit. Það getur allt gerst. Ég á hrikalega bætingu inni og hún á eftir að koma. Bara spurning um hvenær hún kemur,“ segir Guðni Valur.Negla bara á það Hann keppir í seinni riðlinum í dag sem á að fara af stað rétt fyrir ellefu. „Það eru bara þrjú köst. Það er ekkert öryggiskast heldur á maður bara að negla á það sérstaklega þegar maður er ekki heims- eða Ólympíumeistari eða heimsmethafi. Maður á alltaf að reyna að vinna í fyrsta kasti,“ segi Guðni. „Það er alltaf þægilegra að vera í seinni riðlinum upp á það að vita hvað maður þarf að kasta langt,“ segir Guðni. Hann er bara tvítugur og verður ekki 21 árs fyrr en í október. Þarna fer því mikill framtíðarmaður og það eru fleiri Ólympíuleikar í spilunum.Háleit markmið „Það er gott að fá að smakka þetta núna en svo kemur maður hrikalega sterkur inn 2020 í Tókýó. Ég ætla að vinna gull þar. Það er markmiðið,“ segir Guðni. Ekki lítið markmið þarna en hann hefur farið hratt upp metorðastigann í kringlunni. Guðni Valur varð í 22. sæti á EM í Amsterdam fyrr í sumar og náði þar lengsta kasti Íslendings á stórmóti. Hann komst þó ekki í úrslitin. „Ég er bara búinn að vera í kringlunni í tvö ár og var í kúlu á undan því. Það segir ekki allt að vera bara búinn að æfa kringlu í tvö ár því ég var í körfubolta í rúm sjö ár og í golfi í tíu ár. Ég er búinn að æfa allar íþróttir á milli himins og jarðar þar á undan. Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búinn að prófa mikið. Það er allt svo svipað í mörgum íþróttum. Það er alltaf mjöðmin sem kemur inn, bæði í golfi, í kringlu og í kúlu. Ég var í boxi líka og það var það sama,“ segir Guðni. En af hverju valdi hann þá kringlukastið. Small inn í kringlunaGuðni og Pétur Guðmundsson, þjálfari hans.vísir/anton„Það er góð spurning. Ég var bara í kúlu og hún hentaði mér vel. Síðan prufaði ég kringlu og small bara þar inn. Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta eru lyftingar og mér finnst gaman að lyfta. Svo eru það sprettir og það er fínt að spretta. Það er fínt að vera hraður og liðugur. Svo er það að kasta langt og það er líka skemmtilegt. Það skemmtilegasta í golfinu var alltaf að negla kúlunni,“ segir Guðni. Það rigndi í Ríó þegar við hittum á hann í Ólympíuþorpinu en það er betri spá á keppnisdögunum sem verða vonandi tveir. „Ég var að skoða veðurspána og það er spáð léttskýjuðu og sól á föstudaginn (í dag). Laugardagurinn verður rosalegur því þá verður ekkert nema sól. Föstudagurinn snýst bara um að fá að keppa á laugardeginum,“ segir Guðni. „Ég ætla að setja allt í þetta. Ég veit alveg að ég er nógu sterkur og nógu hraður til þess að kasta nógu langt til að komast í úrslit. Það þarf bara að hitta á það. Ég er ekki búinn að hitta á það í sumar. Þetta eru allt búin að vera köst sem ég er að missa til hægri eða húkka til vinstri. Besta kastið á tímabilinu var þegar ég húkkaði kringluna lengst til vinstri. Mér fannst það ekki einu sinni flott kast,“ segir Guðni.Kannski sáttur að ná heimsmeti Hann er gagnrýninn á sjálfan sig. „Ef maður hittir á þetta góða kast, en svo er spurning hvort manni finnist eitthvað vera gott kast. Eins og þegar maður var í golfi og spilaði lélegan hring þá pælir maður ekki í neinu heldur spilaði bara ömurlega. Þegar maður spilar góðan hring þá pælir maður í öllum þessum fimm höggum sem maður hefði getað gert betur. Mér finnst ég aldrei gera neitt vel,“ segir Guðni en bætir við: „Ég verð kannski sáttur þegar ég næ heimsmetinu. Kannski verður það bara lélegt kast og kannski eru lélegu köstin góð köst og góðu köstin léleg,“ segir Guðni heimspekilegur. Hann á framtíðina fyrir sér og er ekki maður sem vill tala í klisjum. „Leiðinlegasta setning sem mér finnst er að segja að þetta fari í reynslubankann. Þetta snýst bara um að komast í úrslit. Ég er ekki hérna til að vera hérna heldur til að komast í úrslit. Annars er alltaf gaman að vera hér,“ sagði Guðni Valur brosandi að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira