Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk Gústafsdóttir gerði frábæra hluti í lauginni í Ríó í nótt. Vísir/Anton Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira