Rafn Kumar Bonifacius varð í gær Íslandsmeistari í tennis eftir sigur á Birki Gunnarssyni á tennisvelli Þróttar í Laugardalnum.
Veður setti strik í reikninginn, þar sem nokkur rigning var og vellirnir því blautir. Keppendur óskuðu eftir því að leikurinn yrði færður til og spilaður innadyra. Bið varð á að leikurinn hæfist á meðan aðstæður voru metnar.
Niðurstaðan var að vellirinir væru í góðu ástandi og leikurinn yrði spilaður. Mótsstjóri tók ákvörðun um þetta eftir samráð við dómara. Birkir mótmælti ákvörðuninni og mætti meira en ellefu mínútum of seint í leikinn og tapaði þremur lotum samkvæmt úrskurði dómara.
Það var því á brattann að sækja fyrir Birki sem tapaði fyrra settinu, 6-2, fyrir Rafni Kumar. Rafn Kumar vann síðan síðara settið, 6-2.
Úrslitaleikir í meistaraflokki kvenna fara fram á sunnudaginn.

