Jeffs: Högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:10 Ian Jeffs þjálfar kvennalið ÍBV og leikur með karlaliðinu. vísir/anton Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48
Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti