Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 1-3 | KR-ingar nálgast Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2016 23:00 KR-ingar eru komnir upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar eftir 1-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var fjórði sigur KR í síðustu fimm leikjum en liðið hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Willum Þór Þórsson tók við því. Stjarnan var betri lengst af í leiknum en KR komst yfir með marki Finns Orra Margeirssonar í fyrri hálfleik. Daníel Laxdal jafnaði fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik en heimamenn náðu ekki að fylgja því eftir. KR-ingar náðu að bæta leik sinn eftir jöfnunarmarkið og þeir Kennie Chopart og Óskar Örn Hauksson tryggðu KR 3-1 sigur með mörkum seint í leiknum. Innkoma Morten Beck Andersen breytti miklu fyrir KR en Stefán Logi Magnússon átti einnig góðan dag í marki vesturbæjarliðsins.Af hverju vann KR? Stjörnumönnum tókst ekki að gera sér mat úr fjölmörgum góðum sóknum sem þeir bjuggu til í leiknum og allt of sjaldan kom almennilegt færi úr þeim. Heimamenn voru líka óheppnir og skölluðu til að mynda í slá. Stjarnan lenti undir en var betri og þegar jöfnunarmarkið kom héldu flestir að fleiri væru á leiðinni. KR-ingar höfðu verið slappir í síðari hálfleik, fram að jöfnunarmarkinu, en sofandaháttur í vörn Stjörnunnar færði gestunum aftur forystuna. Garðbæingar hentu öllu í sóknina, sem bar ekki árangur, og var þeim refsað með þriðja markinu undir lok leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Stefán Logi Magnússon gerði það að verkum að KR-ingar náðu að halda sér inni í leiknum eins lengi og þeir þurftu. Auðvitað var lukkan á bandi KR-inga líka, líkt og í sláarskalla Grétars Sigfinns, en Stefán Logi varði nokkrum sinnum ljómandi vel í leiknum. Finnur Orri átti líka góðan leik á miðjunni hjá KR, þó svo að KR-ingar hafi oft spilað mun betur en í kvöld. Heiðar Ægisson var öflugur sem aftasti miðjumaður Stjörnunnar en Hilmar Árni Halldórsson var besti maður heimamanna líkt og svo oft áður í sumar. Hann virðist einfaldlega enn vera á uppleið í búningi Stjörnunnar.Hvað gekk vel? Þrátt fyrir úrslit leiksins var margt í leik KR ekki sannfærandi í kvöld. Varnarleikur liðsins var ósannfærandi og það var ekki fyrr en að Morten Beck Andersen kom inn á í sókn KR að eitthvað líf færðist í vesturbæjarliðið. Þá fór danska samvinnan á fullt - mark númer tvö hjá KR kom eftir slíka samvinnu og Andersen fékk vítið sem færði KR-ingum þriðja markið. Skiptingarnar báru því árangur hjá Willum Þór Þórssyni.Hvað gekk illa? Stjörnumenn gerðu margt ágætlega í leiknum. Þeir voru óheppnir að lenda undir en klaufar í marki númer tvö og þrjú. Þeir hefðu átt að fara betur með boltann í teig KR-inga, líkt og þegar Arnar Már slapp í gegn en ákvað að senda boltann fremur en að skjóta. Það hefði lítið þurft til að sveifla leiknum á band heimamanna en það gerðist aldrei, þrátt fyrir að þeir bláu fengu svo sannarlega tækifæri til þess.Hvað næst? KR-ingar eru á góðu skriði og eiga erfiðan heimaleik gegn Breiðabliki í næstu umferð. En ef KR-veldið er loksins vaknað almennilega til lífsins gæti lokasprettur tímabilsins orðið afar áhugaverður í vesturbænum. KR-ingar eru skyndilega komnir upp í fimmta sætið og eru aðeins fjórum stigum á eftir Breiðabliki og Fjölni. Það er stutt í Evrópusætin. Stjarnan missti FH fjórum stigum frá sér í kvöld. Þessi lið mætast í næstu umferð og ljóst að ef Stjörnumenn stöðva ekki FH-inga þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að Íslandsmeistarabikarinn verði geymdur í Kaplakrika í vetur.Vísir/ErnirRúnar Páll: Stundum er fótbolti ekki sanngjarn Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. „Fótboltinn er stundum ekki sanngjarn,“ sagði Rúnar Páll en Stjörnumenn voru betri lengst af í leiknum. „KR-ingar náðu að refsa okkur. Við reyndum að setja meiri kraft í sóknina þegar við lendum 2-1 undir en þá fáum við víti á okkur,“ sagði hann enn fremur. „En við vorum yfirburðalið. Við fengum frábær færi, bjuggum til góðar sóknir sem við nýttum samt ekki nógu vel. Stundum fær maður helling úr því að vera lélegir og ekkert úr því að vera góðir.“ Hann segir grátlegt að hafa ekki komist yfir eftir að náð að hafa jafnað leikinn. „Grétar átti skalla í slá en svo fáum við mark í andlitið. En það þýðir ekkert að fást um það. Næst er það FH og við þurfum að gera eitthvað þar.“ „Ég var ánægður með frammistöðuna í kvöld og strákarnir fá hrós fyrir hana. En þrátt fyrir að við vorum betra liðið fengum við engin stig.“Vísir/ErnirWillum: Við héldum haus Willum Þór Þórsson segir að sjálfstraustið sem KR fékk með því að vinna FH í síðustu umferð hafi hjálpað til í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. KR vann 3-1 sigur eftir að hafa verið í hálfgerðu basli í stórum hluta leiksins. „Þetta var flottur endir á erfiðum leik,“ sagði Willum eftir leikinn í kvöld. „Stjörnumenn eru fljótir að setja boltann fram langan, eiga marga hæfileikaríka leikmenn sem gera okkur lífið leitt með því að vera alltaf líklegir.“ „Þetta var hraður leikur, sem verður alltaf þegar boltinn fer langa vegalengd. Þeir eiga líka lipra stráka sem eru góðir í að taka seinni boltann.“ „En við börðumst áfram. Héldum haus þó svo að við fengjum á okkur jöfnunarmarkið,“ sagði Willum enn fremur. Hann segir að það hafi gengið ágætlega að halda jafnvægi í fyrri hálfleik en að KR-ingar hafi reynt að spila boltanum betur úr öftustu varnarlínu í síðari hálfleik. „Við vissum að ef við myndum halda út fyrstu 10-15 mínúturnar fengjum við meira pláss. En svo jafna þeir og þá varð þetta erfitt. En við héldum haus og það er það sem skiptir máli.“ Hann hrósaði Morten Beck Andersen sem kom inn í sóknarleik KR af miklum krafti. „Hann spilaði mjög vel, vann boltann í loftinu sem þurfti enda leikurinn endanna á milli. Þetta var kick and run fótbolti.“ KR vann dramatískan 1-0 sigur á FH í síðustu umferð og Willum segir að hann hafi hjálpað til. „Hann efldi trú okkur og skilaði því að menn höfðu trú á að þeir gætu klárað þennan leik þrátt fyrir að eiga undir högg að sækja.“ „Nú höfum við náð að gera þetta áhugavert en við getum ekki leyft okkur að hugsa þetta lengra en í næsta leik.“Finnur Orri fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/ErnirFinnur Orri: Þetta var Lampard-mark Finnur Orri Margeirsson skoraði sitt fyrsta mark í annað hvort deildar- eða bikarleik þegar hann kom KR á bragðið í 3-1 sigri á Stjörnunni í kvöld. Hann var því sérstkalega ánægður með sigur sinna manna en hann hafði beðið lengi eftir markinu. „Já, í einhverja 170 leiki en hver er að telja? Þetta var svona Lampard-mark. Hann tekur öll sín mörk og ég tek þessu fagnandi,“ sagði hann í léttum dúr. Hann segir að KR-ingar hafi verið á góðu róli þrátt fyrir að hafa oft spilað betur en í kvöld. „En þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það. Þetta var sterkur sigur,“ sagði Finnur Orri. „Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og tóku yfirhöndina. En við jöfnuðum okkur á því 2-3 mínútum eftir að þeir náðu að skora. Þá komumst við aftur inn í leikinn. Fyrri hálfleikur hafði verið ágætur.“ KR skoraði svo tvö mörk undir lokin og tryggði sér sætan sigur. „Við eigum menn sem gera herslumuninn í leikjum sem þessum. Það er mikilvægt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar eftir 1-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var fjórði sigur KR í síðustu fimm leikjum en liðið hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Willum Þór Þórsson tók við því. Stjarnan var betri lengst af í leiknum en KR komst yfir með marki Finns Orra Margeirssonar í fyrri hálfleik. Daníel Laxdal jafnaði fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik en heimamenn náðu ekki að fylgja því eftir. KR-ingar náðu að bæta leik sinn eftir jöfnunarmarkið og þeir Kennie Chopart og Óskar Örn Hauksson tryggðu KR 3-1 sigur með mörkum seint í leiknum. Innkoma Morten Beck Andersen breytti miklu fyrir KR en Stefán Logi Magnússon átti einnig góðan dag í marki vesturbæjarliðsins.Af hverju vann KR? Stjörnumönnum tókst ekki að gera sér mat úr fjölmörgum góðum sóknum sem þeir bjuggu til í leiknum og allt of sjaldan kom almennilegt færi úr þeim. Heimamenn voru líka óheppnir og skölluðu til að mynda í slá. Stjarnan lenti undir en var betri og þegar jöfnunarmarkið kom héldu flestir að fleiri væru á leiðinni. KR-ingar höfðu verið slappir í síðari hálfleik, fram að jöfnunarmarkinu, en sofandaháttur í vörn Stjörnunnar færði gestunum aftur forystuna. Garðbæingar hentu öllu í sóknina, sem bar ekki árangur, og var þeim refsað með þriðja markinu undir lok leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Stefán Logi Magnússon gerði það að verkum að KR-ingar náðu að halda sér inni í leiknum eins lengi og þeir þurftu. Auðvitað var lukkan á bandi KR-inga líka, líkt og í sláarskalla Grétars Sigfinns, en Stefán Logi varði nokkrum sinnum ljómandi vel í leiknum. Finnur Orri átti líka góðan leik á miðjunni hjá KR, þó svo að KR-ingar hafi oft spilað mun betur en í kvöld. Heiðar Ægisson var öflugur sem aftasti miðjumaður Stjörnunnar en Hilmar Árni Halldórsson var besti maður heimamanna líkt og svo oft áður í sumar. Hann virðist einfaldlega enn vera á uppleið í búningi Stjörnunnar.Hvað gekk vel? Þrátt fyrir úrslit leiksins var margt í leik KR ekki sannfærandi í kvöld. Varnarleikur liðsins var ósannfærandi og það var ekki fyrr en að Morten Beck Andersen kom inn á í sókn KR að eitthvað líf færðist í vesturbæjarliðið. Þá fór danska samvinnan á fullt - mark númer tvö hjá KR kom eftir slíka samvinnu og Andersen fékk vítið sem færði KR-ingum þriðja markið. Skiptingarnar báru því árangur hjá Willum Þór Þórssyni.Hvað gekk illa? Stjörnumenn gerðu margt ágætlega í leiknum. Þeir voru óheppnir að lenda undir en klaufar í marki númer tvö og þrjú. Þeir hefðu átt að fara betur með boltann í teig KR-inga, líkt og þegar Arnar Már slapp í gegn en ákvað að senda boltann fremur en að skjóta. Það hefði lítið þurft til að sveifla leiknum á band heimamanna en það gerðist aldrei, þrátt fyrir að þeir bláu fengu svo sannarlega tækifæri til þess.Hvað næst? KR-ingar eru á góðu skriði og eiga erfiðan heimaleik gegn Breiðabliki í næstu umferð. En ef KR-veldið er loksins vaknað almennilega til lífsins gæti lokasprettur tímabilsins orðið afar áhugaverður í vesturbænum. KR-ingar eru skyndilega komnir upp í fimmta sætið og eru aðeins fjórum stigum á eftir Breiðabliki og Fjölni. Það er stutt í Evrópusætin. Stjarnan missti FH fjórum stigum frá sér í kvöld. Þessi lið mætast í næstu umferð og ljóst að ef Stjörnumenn stöðva ekki FH-inga þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að Íslandsmeistarabikarinn verði geymdur í Kaplakrika í vetur.Vísir/ErnirRúnar Páll: Stundum er fótbolti ekki sanngjarn Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. „Fótboltinn er stundum ekki sanngjarn,“ sagði Rúnar Páll en Stjörnumenn voru betri lengst af í leiknum. „KR-ingar náðu að refsa okkur. Við reyndum að setja meiri kraft í sóknina þegar við lendum 2-1 undir en þá fáum við víti á okkur,“ sagði hann enn fremur. „En við vorum yfirburðalið. Við fengum frábær færi, bjuggum til góðar sóknir sem við nýttum samt ekki nógu vel. Stundum fær maður helling úr því að vera lélegir og ekkert úr því að vera góðir.“ Hann segir grátlegt að hafa ekki komist yfir eftir að náð að hafa jafnað leikinn. „Grétar átti skalla í slá en svo fáum við mark í andlitið. En það þýðir ekkert að fást um það. Næst er það FH og við þurfum að gera eitthvað þar.“ „Ég var ánægður með frammistöðuna í kvöld og strákarnir fá hrós fyrir hana. En þrátt fyrir að við vorum betra liðið fengum við engin stig.“Vísir/ErnirWillum: Við héldum haus Willum Þór Þórsson segir að sjálfstraustið sem KR fékk með því að vinna FH í síðustu umferð hafi hjálpað til í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. KR vann 3-1 sigur eftir að hafa verið í hálfgerðu basli í stórum hluta leiksins. „Þetta var flottur endir á erfiðum leik,“ sagði Willum eftir leikinn í kvöld. „Stjörnumenn eru fljótir að setja boltann fram langan, eiga marga hæfileikaríka leikmenn sem gera okkur lífið leitt með því að vera alltaf líklegir.“ „Þetta var hraður leikur, sem verður alltaf þegar boltinn fer langa vegalengd. Þeir eiga líka lipra stráka sem eru góðir í að taka seinni boltann.“ „En við börðumst áfram. Héldum haus þó svo að við fengjum á okkur jöfnunarmarkið,“ sagði Willum enn fremur. Hann segir að það hafi gengið ágætlega að halda jafnvægi í fyrri hálfleik en að KR-ingar hafi reynt að spila boltanum betur úr öftustu varnarlínu í síðari hálfleik. „Við vissum að ef við myndum halda út fyrstu 10-15 mínúturnar fengjum við meira pláss. En svo jafna þeir og þá varð þetta erfitt. En við héldum haus og það er það sem skiptir máli.“ Hann hrósaði Morten Beck Andersen sem kom inn í sóknarleik KR af miklum krafti. „Hann spilaði mjög vel, vann boltann í loftinu sem þurfti enda leikurinn endanna á milli. Þetta var kick and run fótbolti.“ KR vann dramatískan 1-0 sigur á FH í síðustu umferð og Willum segir að hann hafi hjálpað til. „Hann efldi trú okkur og skilaði því að menn höfðu trú á að þeir gætu klárað þennan leik þrátt fyrir að eiga undir högg að sækja.“ „Nú höfum við náð að gera þetta áhugavert en við getum ekki leyft okkur að hugsa þetta lengra en í næsta leik.“Finnur Orri fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/ErnirFinnur Orri: Þetta var Lampard-mark Finnur Orri Margeirsson skoraði sitt fyrsta mark í annað hvort deildar- eða bikarleik þegar hann kom KR á bragðið í 3-1 sigri á Stjörnunni í kvöld. Hann var því sérstkalega ánægður með sigur sinna manna en hann hafði beðið lengi eftir markinu. „Já, í einhverja 170 leiki en hver er að telja? Þetta var svona Lampard-mark. Hann tekur öll sín mörk og ég tek þessu fagnandi,“ sagði hann í léttum dúr. Hann segir að KR-ingar hafi verið á góðu róli þrátt fyrir að hafa oft spilað betur en í kvöld. „En þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það. Þetta var sterkur sigur,“ sagði Finnur Orri. „Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og tóku yfirhöndina. En við jöfnuðum okkur á því 2-3 mínútum eftir að þeir náðu að skora. Þá komumst við aftur inn í leikinn. Fyrri hálfleikur hafði verið ágætur.“ KR skoraði svo tvö mörk undir lokin og tryggði sér sætan sigur. „Við eigum menn sem gera herslumuninn í leikjum sem þessum. Það er mikilvægt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira