Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Ásdís veitti engin viðtöl í gær. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00