Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Kári Viðarsson hefur starfrækt leikhús í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Gistiheimilið opnaði hann svo fyrir tveimur árum. „Sumarið er búið að vera alveg frábært - mikið af fólki og mikil gleði,“ segir Kári Viðarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi, aðspurður um hvernig sumarið hafi verið. Kári segist hafa tekið eftir mikilli aukningu á gestum milli ára. „Maður finnur það bara á álaginu. Við bættum við gistipláttum fyrr í ár og eru þau nú helmingi fleiri en í fyrra. Þrátt fyrir það svakalega mikið bókað og eftirspurnin mikil.“ Hann segir haustið einnig líta mjög vel út þó að það sé aldrei sama umferðin og á sumrin. „Það er samt líka mjög gott fyrir mitt fyrirtæki að fá smá lægð í bókunum því við förum svo að vinna meira að gerð leiksýninga. Þá er mjög gott að fá aðeins færri gesti.“Mikið að gera í leikhúsinu Í Frystiklefanum er starfrækt leikhús og hefur verið allt frá árinu 2010. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu og við erum búin að vera með viðburði á hverju kvöldi síðan í byrjun júní. Þar með talið eru fimm leiksýningar sem að húsið á. Leikárið klárast sem slíkt nú í ágúst. Eftir það verður farið í að búa til nýjar sýningar, þó að leikhúsið sé starfrækt allan ársins hring.“Eitt gistirýma í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnAðallega erlendir ferðamenn Kári segir það aðallega vera erlenda ferðamenn sem nýti sér gistinguna í Frystiklefanum, en miðar á leiksýningarnar eru þar innifaldir í verðinu. „95 prósent minna gesta eru erlendir. Þeir koma alls staðar að en Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru fjölmennastir.“ Hann segir gestina sem sæki í Frystiklefann velja staðinn til að sjá sýningarnar sem eru þar settar upp. „Svo vilja þeir líka skoða svæðið, þjóðgarðinn, fara upp á jökul, Djúpalónssand og alla þessa frábæru staði sem nesið hefur upp á að bjóða.“Úr Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnFerðamenn í ruglinu Kári segir að reglulega komi upp skondin atvik þegar ferðamennirnir eru annars vegar. „Það er alltaf svolítið fyndið að hlusta á ferðamenn sem eru gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum. Þeir halda kannski að þeir geti keyrt frá Rifi og á Ísafjörð á einum og hálfum tíma og eru svo alla nóttina í ruglinu.Sjá einnig: Birna á Breiðavík kom til bjargar: Tók ekki í mál að niðurbrotin hollensk ferðakona sæi enga lunda Svo lenda þeir í því að hlusta of mikið á GPS-tæki, keyrandi upp á jökla og þannig háttar. Það er auðvitað ekki gott mál en mér finnst það svolítið fyndið - svo lengi sem engin hætta sé á ferðum.“Barinn í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnGistiheimilið opnaði fyrir tveimur árum Kári, sem sjálfur er frá Hellissandi, hefur starfrækt leikhúsið í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Sýningar hússins eru nú orðnar átta talsins og eru margar þeirra búnar að ganga í mörg ár. „Þær eru flestar í einhvers konar róteringu þar sem þær liggja kannski í dvala í einhvern tíma og svo teknar upp að nýju. Það er auðvitað frábært fyrir mig þar sem ég fæ að leika mjög mikið og leika í mínum eigin verkum. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ en Kári er leikari að mennt.Sjá einnig: Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Gistiheimilið opnaði svo fyrir tveimur árum þegar Kári keypti húsnæðið. „Fyrstu árin var þetta í raun bara leikhús á sumrin og ég bjó mestmegnis fyrir sunnan og var líka í öðrum verkefnum. Nú er þetta fullt starf sem er auðvitað alveg geggjað.“ Kári segir að hann geti alls tekið á móti 34 gestum - tuttugu í gistiaðstöðinni í Frystiklefanum og svo er hann með tvö hús á Hellissandi þar sem aðstaða er fyrir tólf til viðbótar.Snæfellsjökull.Vísir/Pjetur„Residensía“ fyrir erlenda listamenn Fjöldi erlendra listamanna hafa sóst eftir að dvelja um tíma í Frystiklefanum þar sem þeir geta unnið í list sinni. „Þetta er líka það sem kallað er „residensía“. Það er stöðugur straumur af erlendum listamönnum sem eru að koma í eins konar vinnubúðir. Það eru því mun fleiri verk sem hafa orðið til hér en bara verkin mín og er því mun meira að koma út úr húsinu en Íslendingar kannski átta sig á. Það eru erlendir listamenn sem koma kannski í mánuð og vinna mikið í sínum verkum og frumsýna þau hér í Rifi og fara svo aftur heim til sinna heimalanda og sýna verkin þar,“ segir Kári. Fjórir leikarar hafa unnið í Frystiklefanum í sumar og hafa þar bæði unnið í list sinni og unnið við gistiheimilið. „Svo erum við öll að leika líka, á kvöldin.“Ú sýningunni Mar.Mynd/frystiklefinn.Sýningarnar fara ekki suður Kári segir að hann hafi oft fengið boð og fyrirspurnir um að koma með sýningar Frystiklefans suður til Reykjavíkur. Hann segist þó ekki hafa áhuga á því. „Það er eins og það sé gert ráð fyrir því að ef sýningar eru góðar, þá eigi þær að fara til Reykjavíkur. Ég er oft spurður hvenær ég komi með sýningar í bæinn, en ég er búinn að ákveða það að sýningarnar mínar ferðast ekki innanlands þar sem mér er rosalega umhugað um að landsmenn komi í þetta leikhús. Það er margt sérstakt við þetta leikhús og rýmin eru skemmtileg.Kári Viðarsson.Markaðurinn minn hérna heima er kannski ekki stærsti markaður í heimi en svo hefur það verið þannig með sýningarnar að fólk hefur verið að koma alls staðar af landinu til að sjá þær hér í Rifi. Því finnst það alveg skemmtilegt, finnst það „extra spicy“ að taka smá ferðalag og fara í leikhús. Auðvitað átta ég mig á því að ekki séu allir tilbúnir að ferðast í Rif til að sjá leiksýningu. Það er hins vegar bara þannig. Þá missir það fólk af sýningunum mínum. So be it,“ segir Kári sem segist heldur ekki hrifinn af því að færa sýningar úr einu rými í annað, „þegar þær hafa verið hannaðar með þetta ákveðna rými í huga, eins og ég geri sýningarnar mínar.“Sýning Völu Kristínar Eiríksdóttur, Genesis, er nú til sýninga í Frystiklefanum í Rifi.Vísir/Anton BrinkTvær vikur eftir af leikárinu Kári segist ekki vilja að fólk venjist því að sýningarnar verði að koma til Reykjavíkur. Það drepur þennan hvata hjá fólkinu sem er að fara hingað, ef það fer að taka eftir að sýningarnar koma alltaf til Reykjavíkur. Þá hugsar það bara: „Ég bíð þá bara.““ Hann vill hvetja fólk til að nýta tækifærið og missa ekki af sýningum leikhússins, þar sem einungis tvær vikur séu eftir af leikárinu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Sumarið er búið að vera alveg frábært - mikið af fólki og mikil gleði,“ segir Kári Viðarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi, aðspurður um hvernig sumarið hafi verið. Kári segist hafa tekið eftir mikilli aukningu á gestum milli ára. „Maður finnur það bara á álaginu. Við bættum við gistipláttum fyrr í ár og eru þau nú helmingi fleiri en í fyrra. Þrátt fyrir það svakalega mikið bókað og eftirspurnin mikil.“ Hann segir haustið einnig líta mjög vel út þó að það sé aldrei sama umferðin og á sumrin. „Það er samt líka mjög gott fyrir mitt fyrirtæki að fá smá lægð í bókunum því við förum svo að vinna meira að gerð leiksýninga. Þá er mjög gott að fá aðeins færri gesti.“Mikið að gera í leikhúsinu Í Frystiklefanum er starfrækt leikhús og hefur verið allt frá árinu 2010. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu og við erum búin að vera með viðburði á hverju kvöldi síðan í byrjun júní. Þar með talið eru fimm leiksýningar sem að húsið á. Leikárið klárast sem slíkt nú í ágúst. Eftir það verður farið í að búa til nýjar sýningar, þó að leikhúsið sé starfrækt allan ársins hring.“Eitt gistirýma í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnAðallega erlendir ferðamenn Kári segir það aðallega vera erlenda ferðamenn sem nýti sér gistinguna í Frystiklefanum, en miðar á leiksýningarnar eru þar innifaldir í verðinu. „95 prósent minna gesta eru erlendir. Þeir koma alls staðar að en Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru fjölmennastir.“ Hann segir gestina sem sæki í Frystiklefann velja staðinn til að sjá sýningarnar sem eru þar settar upp. „Svo vilja þeir líka skoða svæðið, þjóðgarðinn, fara upp á jökul, Djúpalónssand og alla þessa frábæru staði sem nesið hefur upp á að bjóða.“Úr Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnFerðamenn í ruglinu Kári segir að reglulega komi upp skondin atvik þegar ferðamennirnir eru annars vegar. „Það er alltaf svolítið fyndið að hlusta á ferðamenn sem eru gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum. Þeir halda kannski að þeir geti keyrt frá Rifi og á Ísafjörð á einum og hálfum tíma og eru svo alla nóttina í ruglinu.Sjá einnig: Birna á Breiðavík kom til bjargar: Tók ekki í mál að niðurbrotin hollensk ferðakona sæi enga lunda Svo lenda þeir í því að hlusta of mikið á GPS-tæki, keyrandi upp á jökla og þannig háttar. Það er auðvitað ekki gott mál en mér finnst það svolítið fyndið - svo lengi sem engin hætta sé á ferðum.“Barinn í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnGistiheimilið opnaði fyrir tveimur árum Kári, sem sjálfur er frá Hellissandi, hefur starfrækt leikhúsið í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Sýningar hússins eru nú orðnar átta talsins og eru margar þeirra búnar að ganga í mörg ár. „Þær eru flestar í einhvers konar róteringu þar sem þær liggja kannski í dvala í einhvern tíma og svo teknar upp að nýju. Það er auðvitað frábært fyrir mig þar sem ég fæ að leika mjög mikið og leika í mínum eigin verkum. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ en Kári er leikari að mennt.Sjá einnig: Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Gistiheimilið opnaði svo fyrir tveimur árum þegar Kári keypti húsnæðið. „Fyrstu árin var þetta í raun bara leikhús á sumrin og ég bjó mestmegnis fyrir sunnan og var líka í öðrum verkefnum. Nú er þetta fullt starf sem er auðvitað alveg geggjað.“ Kári segir að hann geti alls tekið á móti 34 gestum - tuttugu í gistiaðstöðinni í Frystiklefanum og svo er hann með tvö hús á Hellissandi þar sem aðstaða er fyrir tólf til viðbótar.Snæfellsjökull.Vísir/Pjetur„Residensía“ fyrir erlenda listamenn Fjöldi erlendra listamanna hafa sóst eftir að dvelja um tíma í Frystiklefanum þar sem þeir geta unnið í list sinni. „Þetta er líka það sem kallað er „residensía“. Það er stöðugur straumur af erlendum listamönnum sem eru að koma í eins konar vinnubúðir. Það eru því mun fleiri verk sem hafa orðið til hér en bara verkin mín og er því mun meira að koma út úr húsinu en Íslendingar kannski átta sig á. Það eru erlendir listamenn sem koma kannski í mánuð og vinna mikið í sínum verkum og frumsýna þau hér í Rifi og fara svo aftur heim til sinna heimalanda og sýna verkin þar,“ segir Kári. Fjórir leikarar hafa unnið í Frystiklefanum í sumar og hafa þar bæði unnið í list sinni og unnið við gistiheimilið. „Svo erum við öll að leika líka, á kvöldin.“Ú sýningunni Mar.Mynd/frystiklefinn.Sýningarnar fara ekki suður Kári segir að hann hafi oft fengið boð og fyrirspurnir um að koma með sýningar Frystiklefans suður til Reykjavíkur. Hann segist þó ekki hafa áhuga á því. „Það er eins og það sé gert ráð fyrir því að ef sýningar eru góðar, þá eigi þær að fara til Reykjavíkur. Ég er oft spurður hvenær ég komi með sýningar í bæinn, en ég er búinn að ákveða það að sýningarnar mínar ferðast ekki innanlands þar sem mér er rosalega umhugað um að landsmenn komi í þetta leikhús. Það er margt sérstakt við þetta leikhús og rýmin eru skemmtileg.Kári Viðarsson.Markaðurinn minn hérna heima er kannski ekki stærsti markaður í heimi en svo hefur það verið þannig með sýningarnar að fólk hefur verið að koma alls staðar af landinu til að sjá þær hér í Rifi. Því finnst það alveg skemmtilegt, finnst það „extra spicy“ að taka smá ferðalag og fara í leikhús. Auðvitað átta ég mig á því að ekki séu allir tilbúnir að ferðast í Rif til að sjá leiksýningu. Það er hins vegar bara þannig. Þá missir það fólk af sýningunum mínum. So be it,“ segir Kári sem segist heldur ekki hrifinn af því að færa sýningar úr einu rými í annað, „þegar þær hafa verið hannaðar með þetta ákveðna rými í huga, eins og ég geri sýningarnar mínar.“Sýning Völu Kristínar Eiríksdóttur, Genesis, er nú til sýninga í Frystiklefanum í Rifi.Vísir/Anton BrinkTvær vikur eftir af leikárinu Kári segist ekki vilja að fólk venjist því að sýningarnar verði að koma til Reykjavíkur. Það drepur þennan hvata hjá fólkinu sem er að fara hingað, ef það fer að taka eftir að sýningarnar koma alltaf til Reykjavíkur. Þá hugsar það bara: „Ég bíð þá bara.““ Hann vill hvetja fólk til að nýta tækifærið og missa ekki af sýningum leikhússins, þar sem einungis tvær vikur séu eftir af leikárinu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira