Geir: Félögin ráða í hvað EM-peningarnir fara | Ekkert eftirlit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2016 19:48 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira