Vefrisinn Google með nýtt stýrikerfi í smíðum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 11:00 Óvíst er hvaða hlutverki nýja stýrikerfið Fuchsia mun gegna. Vísir/Getty Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu. Tækni Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu.
Tækni Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira