Úrslitin í kvennaflokki fóru fram í nótt en þar komu þær þýsku Laura Ludwig og Kara Walkenhorst á óvart með því að hafa betur gegn heimakonunum Agatha og Barbara í tveimur settum, 21-18 og 21-14, á Copacopana ströndinni.
Í karlaflokki eigast við fulltrúar Rússlands og Hollands í leiknum um bronsið. Brasilía fær svo annað tækifæri á að vinna gullið þegar Alison Cerutti og Bruno Oscar Schmidt mæta Paolo Nicolai og Daniele Lupo í úrslitaleiknum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá úrslitaleiknum í nótt og fögnuði þýsku sigurvegaranna.
