Blómstrandi barmenning í Mývatnssveit: „Væri ekki hægt ef ekki væri fyrir ferðamennina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 19:45 Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30
Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00