Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 14:35 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. fréttblaðið/Stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“ Brexit Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að auk utanríkisráðherra muni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra eiga sæti í nefndinni. „Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.“Mikilvægt að faglega sé staðið að málum Í fréttinni er haft eftir Lilju að lífskjör á Íslandi ráðist að stórum hluta til af viðskiptasambandi landsins við erlendar þjóðir og hvernig okkur gangi að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess vegna er mikilvægt að faglega sé staðið að málum og stjórnsýslan lagi sig að krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og við viljum búa okkur vandlega undir boðaða útgöngu,” segir Lilja. Hún segir ljóst að útganga Breta úr sambandinu muni hafa víðtæk efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif í Evrópu. Mikilvægt sé að greina vel mögulegar sviðsmyndir, vakta framvindu mála og gæta íslenskra hagsmuna þegar fram í sækir. „Við útilokum ekkert að svo stöddu og munum velja þær leiðir sem henta Íslandi best, eftir því sem fram vindur. Við munum vinna náið með samstarfsþjóðum okkar innan EFTA og leggja sérstaklega áherslu á gott samstarf við stjórnvöld í Noregi, enda fléttast hagsmunir ríkjanna saman á ýmsan hátt,” segir Lilja. Í fréttinni segir að fyrirkomulagið sem unnið verður eftir er eftirfarandi:„RáðherranefndStofnuð verði sérstök nefnd forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi að framtíðarsamskiptum Íslands og Bretlands. Teymið hefur yfirumsjón með samráði við hagaðila og kallar eftir greiningum utanaðkomandi aðila eftir þörfum.Ráðuneytisstjóranefnd Nefnd ráðuneytisstjóra var komið á laggirnar um leið og niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir og hefur hún þegar kallað eftir samráði við hagaðila. Ráðuneytisstjórum allra ráðuneyta býðst að taka þátt í störfum nefndarinnar þar sem Brexit getur haft áhrif á málaflokka sem undir öll ráðuneyti heyra. UtanríkisþjónustanBrexit hefur mikil áhrif á störf utanríkisþjónustunnar og er ofarlega á baugi í nær öllum samskiptum ráðherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar við erlend ríki. Stofnuð verður sérstök Brexit eining, sem mun halda utan um samskipti Íslands við erlend ríki og hagaðila innanlands. AlþingiUtanríkisráðherra og ráðuneytisstjóranefnd gerir utanríkismálanefnd grein fyrir stöðu mála með reglulegum hætti og ávallt þegar þörf er á.“
Brexit Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira