Hvað er betrun? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Ýmsir hafa tjáð sig á undanförnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undirbúningi við gerð nýrra laga um fullnustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkisráðherra sem lagt var fyrir Alþingi. Niðurstaðan varð sú að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins bætti inn orðinu betrun á nokkrum stöðum í frumvarpinu, en það var ekki tilgangur athugasemdanna heldur sá að með nýju lögunum yrði innleidd betrunarstefna á Íslandi í stað viðvarandi refsistefnu. Ég tel að nokkurs misskilnings hafi gætt um beitingu hugtaksins betrun. Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstaklinginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni. Þá skiptir miklu að styrkja stoðir fjölskyldunnar og gera einstaklingnum mögulegt að treysta samband sitt við fjölskyldu og vini. Með nýju lögunum var hins vegar ákvæði um gerð vistunaráætlunar fjarlægt úr lögunum og þrengt að vina- og fjölskyldutengslum með ýmsum takmörkunum á heimsóknum. Annar mikilvægur hluti af betrun er að vinna úr orsökum afbrotsins, meðal annars með því að reyna að sætta geranda og brotaþola. Það hefur sýnt sig að þrepaskipt fangelsisvist, þar sem dómþoli losnar í áföngum aftur út í samfélagið, skilar góðum árangri. Við höfum þrepin hér á Íslandi, en það skortir á sjálft innihald fangavistarinnar, þar sem dómþolum er veitt ábyrgð og þeir studdir til að taka ábyrgð í samræmi við þá vistunaráætlun sem gerð er í upphafi. Þrátt fyrir þrepaskiptinguna, þar sem er að finna lokuð fangelsi, opin fangelsi, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, skortir alveg innihald vistunarinnar. Því verða fangelsin bara geymslur þar sem einstaklingarnir eru stefnulausir í afplánun og ekkert tekur við að þeim tíma liðnum.Skilar ótvíræðum árangri Rannsóknir, þekking, reynsla og menntun um betrun er til staðar – en í afskaplega litlum mæli á Íslandi. Þess vegna er eðlilegt að leita í þekkingu og reynslu erlendis, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skipulagt betrunarferli skilar ótvíræðum árangri. Í byrjun ársins kom Knut Storberget, fv. dómsmálaráðherra Noregs til Íslands og hélt framsögu í Norræna húsinu um stefnumótun sem fram fór í tíð hans sem hefur verið kölluð „dómar með tilgang“ (straff som virker). Þegar Norðmenn fóru í stefnumótunarvinnuna könnuðu þeir fyrst hverjir það væru í raun og veru sem væru í fangelsunum. Þeir komust að því að fólk, sem býr við slæmar félagslegar aðstæður var það fólk sem kom aftur og aftur í fangelsi. Þegar það lá fyrir var farið að rýna í hvernig hægt væri að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir endurkomur, og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Töluverð bið hafði verið eftir að komast í afplánun í Noregi og of margir voru að koma í fangelsi í mjög stuttan tíma, aðallega ungir menn. Endurkomutíðnin var of há og sama fólkið kom aftur og aftur til að afplána dóma. Sömu vandamál blasa við hér á landi. Lögð var áhersla á aukna menntun starfsfólks, og hún færð á háskólastig þar sem áfram er unnið með rannsóknir til að meta þau úrræði sem þróuð eru, svo bæta megi þau til að ná settum tilgangi; að betrunarúrræðin skili einstaklingunum betri út í samfélagið. Yfirklór Alþingis, þar sem orðinu betrun var bætt inn í frumvarpið á nokkrum stöðum, var þó engin stefnubreyting í ætt við þá sem varð í Noregi.Engin framtíðarstefnumörkun Engin framtíðarstefnumörkun hefur verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hvernig þau hyggist minnka endurkomur í fangelsin. Innanríkisráðherra sagði þó á Alþingi að endurkomutíðni á Íslandi væri allt of há. Áhugavert væri að vita hvað ráðherra telji að eigi að felast í betrun og hver hennar sýn er á innihald fangavistar – í hverju hún eigi að felast. Endurhæfing þýðir færri glæpir! Frelsissviptingin ein og sér er refsing, en því minni munur sem er á milli lífs innan og utan fangelsa, því auðveldari verða umskiptin frá fangelsi yfir í frelsi. Betrun snýst ekki um að fangar geti farið fyrr á rafrænt ökklaband eða losnað fyrr úr afplánun. Það snýst ekki um að fá lengri tíma í samfélagsþjónustu eða á áfangaheimili. Þetta er misskilningur! Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höfuðið. Það er betrun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa tjáð sig á undanförnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undirbúningi við gerð nýrra laga um fullnustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkisráðherra sem lagt var fyrir Alþingi. Niðurstaðan varð sú að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins bætti inn orðinu betrun á nokkrum stöðum í frumvarpinu, en það var ekki tilgangur athugasemdanna heldur sá að með nýju lögunum yrði innleidd betrunarstefna á Íslandi í stað viðvarandi refsistefnu. Ég tel að nokkurs misskilnings hafi gætt um beitingu hugtaksins betrun. Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstaklinginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni. Þá skiptir miklu að styrkja stoðir fjölskyldunnar og gera einstaklingnum mögulegt að treysta samband sitt við fjölskyldu og vini. Með nýju lögunum var hins vegar ákvæði um gerð vistunaráætlunar fjarlægt úr lögunum og þrengt að vina- og fjölskyldutengslum með ýmsum takmörkunum á heimsóknum. Annar mikilvægur hluti af betrun er að vinna úr orsökum afbrotsins, meðal annars með því að reyna að sætta geranda og brotaþola. Það hefur sýnt sig að þrepaskipt fangelsisvist, þar sem dómþoli losnar í áföngum aftur út í samfélagið, skilar góðum árangri. Við höfum þrepin hér á Íslandi, en það skortir á sjálft innihald fangavistarinnar, þar sem dómþolum er veitt ábyrgð og þeir studdir til að taka ábyrgð í samræmi við þá vistunaráætlun sem gerð er í upphafi. Þrátt fyrir þrepaskiptinguna, þar sem er að finna lokuð fangelsi, opin fangelsi, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, skortir alveg innihald vistunarinnar. Því verða fangelsin bara geymslur þar sem einstaklingarnir eru stefnulausir í afplánun og ekkert tekur við að þeim tíma liðnum.Skilar ótvíræðum árangri Rannsóknir, þekking, reynsla og menntun um betrun er til staðar – en í afskaplega litlum mæli á Íslandi. Þess vegna er eðlilegt að leita í þekkingu og reynslu erlendis, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skipulagt betrunarferli skilar ótvíræðum árangri. Í byrjun ársins kom Knut Storberget, fv. dómsmálaráðherra Noregs til Íslands og hélt framsögu í Norræna húsinu um stefnumótun sem fram fór í tíð hans sem hefur verið kölluð „dómar með tilgang“ (straff som virker). Þegar Norðmenn fóru í stefnumótunarvinnuna könnuðu þeir fyrst hverjir það væru í raun og veru sem væru í fangelsunum. Þeir komust að því að fólk, sem býr við slæmar félagslegar aðstæður var það fólk sem kom aftur og aftur í fangelsi. Þegar það lá fyrir var farið að rýna í hvernig hægt væri að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir endurkomur, og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Töluverð bið hafði verið eftir að komast í afplánun í Noregi og of margir voru að koma í fangelsi í mjög stuttan tíma, aðallega ungir menn. Endurkomutíðnin var of há og sama fólkið kom aftur og aftur til að afplána dóma. Sömu vandamál blasa við hér á landi. Lögð var áhersla á aukna menntun starfsfólks, og hún færð á háskólastig þar sem áfram er unnið með rannsóknir til að meta þau úrræði sem þróuð eru, svo bæta megi þau til að ná settum tilgangi; að betrunarúrræðin skili einstaklingunum betri út í samfélagið. Yfirklór Alþingis, þar sem orðinu betrun var bætt inn í frumvarpið á nokkrum stöðum, var þó engin stefnubreyting í ætt við þá sem varð í Noregi.Engin framtíðarstefnumörkun Engin framtíðarstefnumörkun hefur verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hvernig þau hyggist minnka endurkomur í fangelsin. Innanríkisráðherra sagði þó á Alþingi að endurkomutíðni á Íslandi væri allt of há. Áhugavert væri að vita hvað ráðherra telji að eigi að felast í betrun og hver hennar sýn er á innihald fangavistar – í hverju hún eigi að felast. Endurhæfing þýðir færri glæpir! Frelsissviptingin ein og sér er refsing, en því minni munur sem er á milli lífs innan og utan fangelsa, því auðveldari verða umskiptin frá fangelsi yfir í frelsi. Betrun snýst ekki um að fangar geti farið fyrr á rafrænt ökklaband eða losnað fyrr úr afplánun. Það snýst ekki um að fá lengri tíma í samfélagsþjónustu eða á áfangaheimili. Þetta er misskilningur! Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höfuðið. Það er betrun!
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun