Stjórnarstefna skiptir máli Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar