Á annað hundrað manns fögnuðu með Guðna og Elizu í veislu á Bessastöðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Eliza stíga úr forsetabílnum, komin á Austurvöll, og heilsa viðstöddum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21
Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23
Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01