Gjald fyrir auðlindir Karen Kjartansdóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun