Jakob Örn hættur með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2016 11:29 Jakob Örn í leik með íslenska landsliðinu. Hann á að baki fimmtán ára feril með því og lék á þeim árum 85 landsleiki. Vísir/Valli Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14