Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurum Smári Jökull Jónsson skrifar 4. ágúst 2016 22:40 Milos Milojevic, þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Sjá meira
Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Sjá meira