Valsmenn tóku ekki hæsta tilboði í Hildi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 11:20 Hildur og móðir hennar Ragnheiður sem er goðsögn í kvennaboltanum hjá Valsmönnum. Ummæli Valsgoðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttur á Facebook í gær vöktu mikla athygli en þar greindi hún frá því að hún hefði þurft að kaupa dóttur sína frá Val. Hún var myrk í máli síns félags. Sagði dætur sínar, Hildi og Heiðu Dröfn Antonsdætur, hafa þurft að upplifa síendurtekin niðurbrot hjá félaginu sem hafi gert það að verkum að þær hafi yfirgefið félagið. Heiða Dröfn fór í HK/Víking en Hildur fór í Breiðablik. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik,“ skrifaði Ragnheiður meðal annars og hélt áfram.Sjá einnig: Þurfti að kaupa dóttur sína | Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ára saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“ Valsmenn hafa nú svarað þessum skrifum. Þar kemur fram að Heiða Dröfn hafi kvartað til siðarnefndar félagsins. Hún hafi að lokum farið án greiðslu. Í máli Hildar kom tilboð til Vals upp á hálfa milljón króna. Hildur vildi ekki fara í það félag. Valsmenn segjast hafa lokið málinu á farsælan hátt með því Hildur gaf eftir laun og fór svo til Breiðabliks eins og hún vildi gera.Heiða Dröfn Antonsdóttir.vísir/andriYfirlýsing Vals:Vegna stöðuuppfærslu Ragnheiðar Víkingsdóttur á Facebook í gærkvöldi vill Knattspyrnufélagið Valur koma eftirfarandi á framfæri:Í maí sl. barst siðanefnd Vals ítarlegt erindi frá Heiðu Dröfn Antonsdóttur. Farið er með slík erindi sem trúnaðarmál og verður málið því ekki efnislega rætt á opinberum vettvangi. Það skal þó sagt að vinnan í kringum mál Heiðu er ólokið en er á lokastigi. Vegna málsins óskaði Heiða eftir félagaskiptum yfir í HK/Víking sem að sjálfsögðu voru samþykkt og það án þess að Valur innheimti félagaskiptagjald, en lágmarksgreiðsla fyrir samningsbundna leikmenn er 100.000 kr. Knattspyrnufélagið Valur gaf því eftir þá greiðslu til að komast til móts við Heiðu.Varðandi mál Hildar Antonsdóttur, þá hefur félagið ekki fengið neina formlega kvörtun, líkt og í tilfelli Heiðu og eru hennar mál því ekki á borði siðanefndar Vals. Hins vegar hefur félagið átt samtöl við foreldra Hildar þar sem þeir hafa lýst yfir vanlíðan og ósætti hennar. Niðurstaðan var því sú að Hildur óskaði eftir að yfirgefa félagið í leikmannaglugganum. Valur fékk þrjú tilboð í Hildi. Eitt tilboð hljóðaði upp á 500.000 kr., það næsta upp á 350.000 kr. og að lokum kom tilboð frá Breiðabliki upp á 150.000 kr. Allir sem fylgjast með kvennaknattspyrnu vita að Hildur er frábær og verðmætur leikmaður. Það var því ekki óeðlilegt að stjórn Knattspyrnudeildar Vals vildi fá í kringum 500.000 kr. fyrir leikmanninn.Það var hins vegar eindregin ósk Hildar að ganga í raðir Breiðabliks og var félaginu tjáð að hún myndi hafna tilboðum frá öðrum liðum. Knattspyrnufélagið Valur gekk því til samninga við Breiðablik þar sem Valur fékk þau svör að þeirra tilboð yrði ekki hækkað. Til að ljúka málinu á farsælan hátt var Hildi því boðið að gefa eftir laun sem hún átti inni hjá félaginu að upphæð 200.000 kr. Sá peningur gæti gengið upp í félagaskiptin og Valur því fengið ásættanlegt verð fyrir samningsbundinn leikmann. Þessu gekk Hildur að og var því tilboði Breiðabliks, upp á 150.000 kr., samþykkt og félagaskiptin gengu í gegn.Knattspyrnufélagið Valur óskar bæði Hildi og Heiðu velfarnaðar hjá nýjum liðum, með einlægum óskum um að þær blómstri í nýju umhverfi. Þær eru ekki eingöngu frábærir leikmenn heldur einnig frábærar ungar konur sem unnið hafa marga glæsta sigra fyrir Knattspyrnufélagið Val. Valur mun taka þeim opnum örmum ef þær vilja snúa til baka í nánustu framtíð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Ummæli Valsgoðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttur á Facebook í gær vöktu mikla athygli en þar greindi hún frá því að hún hefði þurft að kaupa dóttur sína frá Val. Hún var myrk í máli síns félags. Sagði dætur sínar, Hildi og Heiðu Dröfn Antonsdætur, hafa þurft að upplifa síendurtekin niðurbrot hjá félaginu sem hafi gert það að verkum að þær hafi yfirgefið félagið. Heiða Dröfn fór í HK/Víking en Hildur fór í Breiðablik. „Þegar upp var staðið þurftum við að kaupa Hildi dóttur okkar fyrir 200 þúsund krónur frá félaginu til að hún gæti spilað fótbolta með því félagi sem hún valdi sér, Breiðablik,“ skrifaði Ragnheiður meðal annars og hélt áfram.Sjá einnig: Þurfti að kaupa dóttur sína | Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla „En manni finnst það ansi dapurt að dætur okkar sem eru uppaldar í Val, með stórt Valshjarta og hafa skilað á anna tug titla til félagsins séu kvaddar með þessu móti,“ segir Ragnheiður sem er sannarlega goðsögn í íslenskri knattspyrnu, landsliðskona og af mörgum talin einn besti leikmaður Vals frá upphafi. „Þarna er mannauðurinn og Valshjartað lítils metið og selt fyrir einhverja þúsundkalla. Er þetta virkilega þess virði?“ segir Ragnheiður sem hefur verið fastagestur á leikjum dætra sinna þriggja í búningi Vals undanfarna tæpa tvo áratugi, en yngsta dóttirin spilar einnig með yngri flokkum Vals. „40 ára saga mín í Val, með ófáum titlum sem leikmaður, fyrirliði og þjálfari, og ekki síður félagsmaður og foreldri, virðist nú ætla að taka endi með þessum hætti.“ Valsmenn hafa nú svarað þessum skrifum. Þar kemur fram að Heiða Dröfn hafi kvartað til siðarnefndar félagsins. Hún hafi að lokum farið án greiðslu. Í máli Hildar kom tilboð til Vals upp á hálfa milljón króna. Hildur vildi ekki fara í það félag. Valsmenn segjast hafa lokið málinu á farsælan hátt með því Hildur gaf eftir laun og fór svo til Breiðabliks eins og hún vildi gera.Heiða Dröfn Antonsdóttir.vísir/andriYfirlýsing Vals:Vegna stöðuuppfærslu Ragnheiðar Víkingsdóttur á Facebook í gærkvöldi vill Knattspyrnufélagið Valur koma eftirfarandi á framfæri:Í maí sl. barst siðanefnd Vals ítarlegt erindi frá Heiðu Dröfn Antonsdóttur. Farið er með slík erindi sem trúnaðarmál og verður málið því ekki efnislega rætt á opinberum vettvangi. Það skal þó sagt að vinnan í kringum mál Heiðu er ólokið en er á lokastigi. Vegna málsins óskaði Heiða eftir félagaskiptum yfir í HK/Víking sem að sjálfsögðu voru samþykkt og það án þess að Valur innheimti félagaskiptagjald, en lágmarksgreiðsla fyrir samningsbundna leikmenn er 100.000 kr. Knattspyrnufélagið Valur gaf því eftir þá greiðslu til að komast til móts við Heiðu.Varðandi mál Hildar Antonsdóttur, þá hefur félagið ekki fengið neina formlega kvörtun, líkt og í tilfelli Heiðu og eru hennar mál því ekki á borði siðanefndar Vals. Hins vegar hefur félagið átt samtöl við foreldra Hildar þar sem þeir hafa lýst yfir vanlíðan og ósætti hennar. Niðurstaðan var því sú að Hildur óskaði eftir að yfirgefa félagið í leikmannaglugganum. Valur fékk þrjú tilboð í Hildi. Eitt tilboð hljóðaði upp á 500.000 kr., það næsta upp á 350.000 kr. og að lokum kom tilboð frá Breiðabliki upp á 150.000 kr. Allir sem fylgjast með kvennaknattspyrnu vita að Hildur er frábær og verðmætur leikmaður. Það var því ekki óeðlilegt að stjórn Knattspyrnudeildar Vals vildi fá í kringum 500.000 kr. fyrir leikmanninn.Það var hins vegar eindregin ósk Hildar að ganga í raðir Breiðabliks og var félaginu tjáð að hún myndi hafna tilboðum frá öðrum liðum. Knattspyrnufélagið Valur gekk því til samninga við Breiðablik þar sem Valur fékk þau svör að þeirra tilboð yrði ekki hækkað. Til að ljúka málinu á farsælan hátt var Hildi því boðið að gefa eftir laun sem hún átti inni hjá félaginu að upphæð 200.000 kr. Sá peningur gæti gengið upp í félagaskiptin og Valur því fengið ásættanlegt verð fyrir samningsbundinn leikmann. Þessu gekk Hildur að og var því tilboði Breiðabliks, upp á 150.000 kr., samþykkt og félagaskiptin gengu í gegn.Knattspyrnufélagið Valur óskar bæði Hildi og Heiðu velfarnaðar hjá nýjum liðum, með einlægum óskum um að þær blómstri í nýju umhverfi. Þær eru ekki eingöngu frábærir leikmenn heldur einnig frábærar ungar konur sem unnið hafa marga glæsta sigra fyrir Knattspyrnufélagið Val. Valur mun taka þeim opnum örmum ef þær vilja snúa til baka í nánustu framtíð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira