Fagnar sex ára afmæli Kiosk ásamt nýrri fatalínu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýjustu fatalínuna sína Murder she wrote í dag. Vísir/Hanna Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst Tíska og hönnun Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst
Tíska og hönnun Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira