Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar ÞÞ og GAG skrifar 5. ágúst 2016 19:06 Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31
Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13