Helmingur íslensku keppendanna verður á setningarhátíðinni í kvöld

Þetta eru þau Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir, Irina Sazonova og Þormóður Árni Jónsson en sá síðastnefndi er fánaberi íslenska hópsins.
Sundfólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir verður eftir í Ólympíuþorpinu en þau keppa öll um helgina.
Anton hefur leik í undanrásum í 100 metra bringusundi annað kvöld og á sunnudaginn stinga þær Eygló Ósk og Hrafnhildur sér til sunds.
Þá er kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason ekki kominn til Ríó en hann keppir ekki fyrr en eftir viku, föstudaginn 12. ágúst.
Setningarhátíðin hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma en hún verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi.
Tengdar fréttir

Þormóður og Aníta komu við í Sao Paulo á leið til Ríó
Sjö af átta keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú skilað sér í Ólympíuþorpið í Ríó en júdókappinn Þormóður Árni Jónsson og Anítu Hinriksdóttir mættu bæði í dag eftir mjög langt ferðalag.

Ekkert nema konur á eftir Þormóði á setningarathöfninni
Þormóður Árni Jónsson verður eini íslenski karlkyns keppandinn sem gengur inn á völlinn á setningarathöfninni í kvöld.

Fleiri júdómenn en Þormóður bera fána þjóðar sinnar í kvöld
Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Ríó sem fer fram í kvöld og hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.

Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó
Íslenskur fiskur verður á borði í mötuneyti íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn sem kemur frá Íslandi er saltaður þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík.

Með sambataktinn í sundlaugina
Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu

Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL
Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir.

Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum
Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro verða settir með viðhöfn á Maracana leikvanginum í kvöld en aldrei munu fleiri þjóðir hafa átt fulltrúaa á leikunum og þar með fánabera í hinni frægu hefð Ólympíuleikanna.

Ísland verður hundraðasta þjóðin sem kemur inn á Maracana-leikvanginn
Ísland verður að sjálfsögðu í hópi þeirra 206 þjóða sem ganga inn á Estádio Maracana í kvöld þegar 31. Sumarólympíuleikarnir verða settir með viðhöfn í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Læknirinn kom með víkingaklappið til Ríó
Það er alltaf von á víkingaklappinu þessa dagana þegar fleiri en þrír Íslendingar koma saman.

Þormóður Árni verður fánaberi
Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson verður fánaberi Íslands á opnunarhátið Ólympíuleikanna í Ríó á morgun.