Sjáðu myndir af íslenska hópnum á Maracana í nótt Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 6. ágúst 2016 10:59 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi. Vísir/Anton Ólympíuleikarnir í Ríó voru settir formlega í gærkvöldi með viðamikli setningarathöfn á Maracana-leikvanginunum. Sambadansarnir og allskonar brasilísk tónlist fengu veglegan sess í sýningu heimamanna en hátíðin var um leið ákall til heimsins um að fara að hugsa betur um náttúruna og að sameinast í baráttunni gegn hlýnum jarðar. Atriðin tókust mjög vel og það var frábær stemmning á leikvanginum. Setningarathöfnin var reyndar svolítið langdregin sem er erfitt að koma í veg fyrir þegar 206 þjóðir þurfa að ganga inn á völlinn. Íslenski hópurinn sem gekk inn á völlinni var frekar fámennur enda vantaði helminginn af keppnishópnum. Sundfólkið var að safna kröftum fyrir keppni helgarinnar og ungi frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er ekki kominn til Ríó. Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir, Irina Sazonova og Þormóður Árni Jónsson gengu inn á leikvanginn ásamt þjálfurum, starfsfólki og fararstjórum íslenska hópsins. Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru hinsvegar öll eftir í Ólympíuþorpinu. Þau fóru öll á setningarathöfnina fyrir fjórum árum en völdu nú að vera skynsöm og þreyta sig ekki fyrir spennandi keppnishelgi í sundinu. Anton Brink Hansen, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var meðal þúsunda ljósmyndara á leikvanginum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó voru settir formlega í gærkvöldi með viðamikli setningarathöfn á Maracana-leikvanginunum. Sambadansarnir og allskonar brasilísk tónlist fengu veglegan sess í sýningu heimamanna en hátíðin var um leið ákall til heimsins um að fara að hugsa betur um náttúruna og að sameinast í baráttunni gegn hlýnum jarðar. Atriðin tókust mjög vel og það var frábær stemmning á leikvanginum. Setningarathöfnin var reyndar svolítið langdregin sem er erfitt að koma í veg fyrir þegar 206 þjóðir þurfa að ganga inn á völlinn. Íslenski hópurinn sem gekk inn á völlinni var frekar fámennur enda vantaði helminginn af keppnishópnum. Sundfólkið var að safna kröftum fyrir keppni helgarinnar og ungi frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er ekki kominn til Ríó. Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir, Irina Sazonova og Þormóður Árni Jónsson gengu inn á leikvanginn ásamt þjálfurum, starfsfólki og fararstjórum íslenska hópsins. Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru hinsvegar öll eftir í Ólympíuþorpinu. Þau fóru öll á setningarathöfnina fyrir fjórum árum en völdu nú að vera skynsöm og þreyta sig ekki fyrir spennandi keppnishelgi í sundinu. Anton Brink Hansen, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var meðal þúsunda ljósmyndara á leikvanginum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira