Íslenski boltinn

Suðurnesjaliðin elta KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Birnir skoraði í dag.
Jóhann Birnir skoraði í dag. vísir/getty
Suðurnesjaliðin, Keflavík og Grindavík, elta KA eins og skugginn á toppi Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu en þau unnu bæði sína leiki í deildinni í dag.

Grindavík vann 4-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli. Gunnar Þorsteinsson og William Daniels komu Grindavík í 2-0 og þannig var staðan í hléi.

Gunnar Þorsteinson skoraði sitt annað mark og þriðja mark Grindavíkur í síðari hálfleik og Almar Daði Jónsson minnkaði muninn. Magnús Björgvinsson kom svo Grindavík í 4-1 í uppbótartíma.

Grindavík er í öðru sætinu með 28 stig, stigi á eftir KA, sem er á toppnum, en Leiknir er í tólfta og neðsta sæti með níu stig.

Keflavík vann 2-1 sigur á Fjarðabyggð á heimavelli. Magnús Þórir Matthíasson og Jóhann Birnir Guðmundsson skoruðu fyrir Keflavík, en Dimitrov Zelkjo minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Fjarðabyggð.

Keflavík er í þriðja sætinu með 25 stig, fjórum stigum á eftir KA sem er á toppnum og þremur stigum á eftir Grindavík sem er í öðru sætinu.

Fjarðabyggð er í níunda sætinu með 14 stig, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×