Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Una Sighvatsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 20:30 Það verður ekki annað sagt en að veðurguðirnir hafi verið í liði með hinsegin fólki, fjölskyldum þeirra og vinum þegar gleðiganga hinsegin daga fór fram í dag, átjánda árið í röð. Og „gleðiganga" er réttnefni, því þar var gleðin allsráðandi. Í gleðigöngunni sameinast lesbíur og hömmar, tví- og pankynhneigðir, transfólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína og sýnileika.Níræður með leðurfánann Því er gengið undir ýmsum merkjum, eins og hinn níræði Þórir Björnsson sem heldur leðurfánanum á lofti. „Eins og þið vitið þá eru sérdeildir þar sem piltar vilja ganga í leðri og denim. Svolítið öðru vísi en aðrir," sagði Þórir hlæjandi en sjálfur var hann einn stofnenda MSC klúbbsins á Íslandi, sem síðar varð BDSM klúbburinn. „Ég er orðinn níræður sko, svo ég er ekkert unglamb lengur en til allrar hamingju er ég ennþá með, svo ég er voða ánægður," sagði Þórir sem tekur alltaf þátt í gleðigöngunni, að því gefnu að hann sé á landinu.Forsetahjónin Guðni Th. og Eliza Reid. Vísir/Hanna.Var fjarlægur draumur fyrir svo stuttu síðan Og gleðigangan er fjölskylduhátíð. Þar voru í dag, ásamt börnum sínum, þær Jódís Skúladóttir og Guðrún Elín Magnúsdóttir sem gengu í hjónaband í lok júní eftir tíu ára samband, en nýttu tilefnið til að skarta sparifötunum aftur í dag. „Þegar við erum að koma út úr skápnum þá var hugmyndin um þetta, við hér giftar með börnin okkar og einn á leiðinni, hún var bara fjarlægur draumur og mjög óraunverulegt að það gæti orðið. En þess vegna erum við líka hér, bara að þakka fyrir okkur og einhvern veginn að fagna," sagði Jódís.Öll sköpun guðs Ýmsum skilaboðum er komið á framfæri og var meðal annars deilt á trú og trúleysi en í göngunni var líka fulltrúi þjóðkirkjunnar, Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur. Aðspurður sagði Þórir að lítið hafi verið rætt um samkynhneigð þegar hann var ungur prestur en hann hafi orðið var við hana bæði hjá fermingarbörnum sínum, vinum og öðrum. „Og þegar ég sannfærðist um það af viðtölum við foreldra, sálfræðinga og fleiri að þetta væri meðfætt, þá er málið svo einfalt. Þá er þetta sköpun guðs, og hún á öll sama rétt," sagði Þórir sem gekk í dag við hlið líkbíls með áletruninni „Jörðum fordómana".Höfum öll sama málstað að verja Páll Óskar rak lestina og vakti mikla lukku á silfurslegnum einhyrningi og þegar á Arnarhól var komið varð söguleg stund þegar Guðni Th. Johannesson ávarpaði hinsegin daga, fyrstur forseta. Guðni sagði að hátíðina helgaða hinsegin fólki og aðrir fylgdust með og samgleddust í einlægni. „En í raun hafa hér allir sama málstað að verja, sama tilefni til að gleðjast. Frelsi og framfarir, samstaða, umburðarlyndi og mannréttindi. Þessi leiðarljós eiga að skína skært í samfélagi fólks," sagði Guðni og bauð landsmönnum upp á hugleiðingu í lokin: „Er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt? Að þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest?"Hinsegin fólks berst fyrir sýnileika í samfélaginu.Vísir/HannaGekk fyrir félaga sína í Orlando Þótt gangan sé kennd við gleði er hún líka vettvangur til að koma á framfæri baráttumálum hinsegin fólks. Baráttunni er ekki lokið, eins og mátti sjá þegar fjöldamorð voru framin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando í sumar. Með bandaríska sendiráðinu í dag gekk Denet Decardenas, sem er í heimsókn á Íslandi, í nafni bæði Bandaríkjanna og Flórída. Hún segir árásina hafa verið mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið þar í landi. „Þar sem ég var stödd í Orlando þegar þessi harmleikur átti sér stað þá vildi ég ganga hér fyrir hönd vina minna og félaga sem eru enn að jafna sig. Við þurfum á jafnara samfélagi að halda, meiri skilningi og samhyggð í heiminum. Það getur allt byrjað með einni manneskju sem breiðir út boðskapinn," sagði Decardenas.Transfólk enn skilgreint með geðsjúkdóm Hinsegin fólks berst fyrir sýnileika í samfélaginu og þótt Ísland hafi náð langt í réttindabaráttunni hefur það helst úr lestinni hvað varðar réttindi transfólks og intersex fólks, að sögn Uglu Stefaníu Jónsdóttur, formanns Trans Íslands. Í lögum er transfólk til dæmis í raun skilgreint smeð geðsjúkdóminn kynáttunarvanda. Þessu vill félagið Trans Ísland breyta. „Í raunnini er sjúkdómsvæðing svolítið barn síns tíma. Eins og við sáum með samkynhneigð 1970, þá var það ennþá geðsjúkdómur og núna erum við ennþá í sama pakka með transfólk. Í okkar huga er þetta ákveðin framþróun sem þarf að eiga sér stað,“ segir Ugla.Ekki alltaf gleði og glimmer Transfólk er enn talsvert jaðarsett í samfélaginu og sjálfsvígstíðni þeirra á meðal er há. „Af okkar reynslu er sjálfsmorðstíðni og vanlíðan transfólks rosaleg mikil, út af allskonar þáttum eins og fordómum í skólalífi, atvinnulfíi, innan fjölskyldu. Þannig að það er ýmislegt sem við erum ennþá að berjast við," segir Ugla. „Það eru ekki alltaf allt gleði og glimmer. Í dag er samt góður dagur til að fagna, en líka að minnast þeirra sem eru ekki með okkur í dag" Hinsegin Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að veðurguðirnir hafi verið í liði með hinsegin fólki, fjölskyldum þeirra og vinum þegar gleðiganga hinsegin daga fór fram í dag, átjánda árið í röð. Og „gleðiganga" er réttnefni, því þar var gleðin allsráðandi. Í gleðigöngunni sameinast lesbíur og hömmar, tví- og pankynhneigðir, transfólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína og sýnileika.Níræður með leðurfánann Því er gengið undir ýmsum merkjum, eins og hinn níræði Þórir Björnsson sem heldur leðurfánanum á lofti. „Eins og þið vitið þá eru sérdeildir þar sem piltar vilja ganga í leðri og denim. Svolítið öðru vísi en aðrir," sagði Þórir hlæjandi en sjálfur var hann einn stofnenda MSC klúbbsins á Íslandi, sem síðar varð BDSM klúbburinn. „Ég er orðinn níræður sko, svo ég er ekkert unglamb lengur en til allrar hamingju er ég ennþá með, svo ég er voða ánægður," sagði Þórir sem tekur alltaf þátt í gleðigöngunni, að því gefnu að hann sé á landinu.Forsetahjónin Guðni Th. og Eliza Reid. Vísir/Hanna.Var fjarlægur draumur fyrir svo stuttu síðan Og gleðigangan er fjölskylduhátíð. Þar voru í dag, ásamt börnum sínum, þær Jódís Skúladóttir og Guðrún Elín Magnúsdóttir sem gengu í hjónaband í lok júní eftir tíu ára samband, en nýttu tilefnið til að skarta sparifötunum aftur í dag. „Þegar við erum að koma út úr skápnum þá var hugmyndin um þetta, við hér giftar með börnin okkar og einn á leiðinni, hún var bara fjarlægur draumur og mjög óraunverulegt að það gæti orðið. En þess vegna erum við líka hér, bara að þakka fyrir okkur og einhvern veginn að fagna," sagði Jódís.Öll sköpun guðs Ýmsum skilaboðum er komið á framfæri og var meðal annars deilt á trú og trúleysi en í göngunni var líka fulltrúi þjóðkirkjunnar, Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur. Aðspurður sagði Þórir að lítið hafi verið rætt um samkynhneigð þegar hann var ungur prestur en hann hafi orðið var við hana bæði hjá fermingarbörnum sínum, vinum og öðrum. „Og þegar ég sannfærðist um það af viðtölum við foreldra, sálfræðinga og fleiri að þetta væri meðfætt, þá er málið svo einfalt. Þá er þetta sköpun guðs, og hún á öll sama rétt," sagði Þórir sem gekk í dag við hlið líkbíls með áletruninni „Jörðum fordómana".Höfum öll sama málstað að verja Páll Óskar rak lestina og vakti mikla lukku á silfurslegnum einhyrningi og þegar á Arnarhól var komið varð söguleg stund þegar Guðni Th. Johannesson ávarpaði hinsegin daga, fyrstur forseta. Guðni sagði að hátíðina helgaða hinsegin fólki og aðrir fylgdust með og samgleddust í einlægni. „En í raun hafa hér allir sama málstað að verja, sama tilefni til að gleðjast. Frelsi og framfarir, samstaða, umburðarlyndi og mannréttindi. Þessi leiðarljós eiga að skína skært í samfélagi fólks," sagði Guðni og bauð landsmönnum upp á hugleiðingu í lokin: „Er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt? Að þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest?"Hinsegin fólks berst fyrir sýnileika í samfélaginu.Vísir/HannaGekk fyrir félaga sína í Orlando Þótt gangan sé kennd við gleði er hún líka vettvangur til að koma á framfæri baráttumálum hinsegin fólks. Baráttunni er ekki lokið, eins og mátti sjá þegar fjöldamorð voru framin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando í sumar. Með bandaríska sendiráðinu í dag gekk Denet Decardenas, sem er í heimsókn á Íslandi, í nafni bæði Bandaríkjanna og Flórída. Hún segir árásina hafa verið mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið þar í landi. „Þar sem ég var stödd í Orlando þegar þessi harmleikur átti sér stað þá vildi ég ganga hér fyrir hönd vina minna og félaga sem eru enn að jafna sig. Við þurfum á jafnara samfélagi að halda, meiri skilningi og samhyggð í heiminum. Það getur allt byrjað með einni manneskju sem breiðir út boðskapinn," sagði Decardenas.Transfólk enn skilgreint með geðsjúkdóm Hinsegin fólks berst fyrir sýnileika í samfélaginu og þótt Ísland hafi náð langt í réttindabaráttunni hefur það helst úr lestinni hvað varðar réttindi transfólks og intersex fólks, að sögn Uglu Stefaníu Jónsdóttur, formanns Trans Íslands. Í lögum er transfólk til dæmis í raun skilgreint smeð geðsjúkdóminn kynáttunarvanda. Þessu vill félagið Trans Ísland breyta. „Í raunnini er sjúkdómsvæðing svolítið barn síns tíma. Eins og við sáum með samkynhneigð 1970, þá var það ennþá geðsjúkdómur og núna erum við ennþá í sama pakka með transfólk. Í okkar huga er þetta ákveðin framþróun sem þarf að eiga sér stað,“ segir Ugla.Ekki alltaf gleði og glimmer Transfólk er enn talsvert jaðarsett í samfélaginu og sjálfsvígstíðni þeirra á meðal er há. „Af okkar reynslu er sjálfsmorðstíðni og vanlíðan transfólks rosaleg mikil, út af allskonar þáttum eins og fordómum í skólalífi, atvinnulfíi, innan fjölskyldu. Þannig að það er ýmislegt sem við erum ennþá að berjast við," segir Ugla. „Það eru ekki alltaf allt gleði og glimmer. Í dag er samt góður dagur til að fagna, en líka að minnast þeirra sem eru ekki með okkur í dag"
Hinsegin Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?