Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 11:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira