Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 14:45 Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. Vísir/Getty Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða. Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða.
Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira