Írar trúa varla að þeir hafi unnið FH: „Í landi álfa og dverga spilaði Dundalk eins og risi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Írarnir fögnuðu ótrúlegum „sigri“ vísir/eyþór Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00
Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30
Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27