Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:33 Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann endaði einu höggi á undan þeim Bjarka Péturssyni úr GB og Axel Bóassyni úr Keili sem báðir voru á sjö höggum undir pari. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Birgir Leifur fagnar sigri á Íslandsmótinu. Hann bætir með þessum sigri met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar sem báðir urðu sex sinnum Íslandsmeistarar á sínum ferli. Birgir Leifur vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1996 eða fyrir tuttugu árum síðan. Hann vann einnig 2003, 2004, 2010, 2013 og 2014. Birgir Leifur átti frábæran lokadag og tryggði sér sigurinn með óaðfinnanlegri spilamennsku í dag. Birgir Leifur lék holurnar á 66 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum. Birgir Leifur fór í svaka stuð á lokakaflanum og spilaði sex síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á -2, annan hringinn á -1 og þriðja hringinn á pari. Hann fékk fimmtán fugla á holunum 72 en tapaði höggi á sex holum þar af var einn skrambi á degi þrjú. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann endaði einu höggi á undan þeim Bjarka Péturssyni úr GB og Axel Bóassyni úr Keili sem báðir voru á sjö höggum undir pari. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Birgir Leifur fagnar sigri á Íslandsmótinu. Hann bætir með þessum sigri met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar sem báðir urðu sex sinnum Íslandsmeistarar á sínum ferli. Birgir Leifur vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1996 eða fyrir tuttugu árum síðan. Hann vann einnig 2003, 2004, 2010, 2013 og 2014. Birgir Leifur átti frábæran lokadag og tryggði sér sigurinn með óaðfinnanlegri spilamennsku í dag. Birgir Leifur lék holurnar á 66 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum. Birgir Leifur fór í svaka stuð á lokakaflanum og spilaði sex síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á -2, annan hringinn á -1 og þriðja hringinn á pari. Hann fékk fimmtán fugla á holunum 72 en tapaði höggi á sex holum þar af var einn skrambi á degi þrjú.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51
Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51