Ræða hertar skotvopnareglur Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júlí 2016 07:00 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni í München, þar sem átján ára piltur myrti níu manns á föstudaginn, til að minnast hinna látnu. Nordicphotos/AFP Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35