Íslenski boltinn

Pirraður Óli Jó við blaðamann: „Mest spennandi ef þú færir“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Jóhannsson nennti ekki að svara þessum spurningum í gær.
Ólafur Jóhannsson nennti ekki að svara þessum spurningum í gær. vísir/stefán
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, varð mjög pirraður í viðtali við blaðamann fótbolti.net í gær eftir 2-2 jafnteflisleik liðsins gegn Fjölni þegar hann var spurður út í mögleg kaup og sölur Hlíðarendafélagsins í glugganum.

Valsmenn hafa verið orðaðir við nokkra framherja, meðal annars Gary Martin hjá Víkingi, Hrvoje Tokic hjá Ólsurum og KR-inginn Hólmbert Aron Friðjónsson. Tveimur tilboðum Valsara í Gary hefur verið hafnað.

„Ég er hérna til að tala um leikinn, það eruð þið sem eruð að tala um þessa leikmenn. Við höfum ekki talað um þá, ekki eitt orð. Okkur hafa verið boðnir þeir,“ sagði Ólafur við Vísi.

Fram kom á Vísi um helgina að KR-ingar vilja fá Kristinn Frey Sigurðsson í skiptum fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson, en aðspurður hvort honum myndi finnast það spennandi svaraði Ólafur:

„Mér myndi finnast mest spennandi ef þú færir og það kæmi einhver annar í staðinn. Þá væri ég mjög sáttur.“

Þar með lauk viðtalinu en þennan bút má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×