Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 19:15 Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira