Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júlí 2016 13:40 Vísir Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda