Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 18:06 Höskuldur Þórhallsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45
Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51