Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós. Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18
Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24