Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 12:30 Usain Bolt verður að passa upp á sig og sína styrktaraðila á leikunum í Ríó. Vísir/Getty Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. Aðeins opinberir styrktaraðilar Ólympíuleikana í Ríó mega tengja sig við leikana á þessum tíma og þeir hafa líka einkarétt á því að nota ákveðin orð sem vísa í Ólympíuleikana eða það að ná góðum árangri þar. Styrktaraðilar íþróttafólksins sem eru ekki opinberir styrktaraðilar leikanna mega hvorki endurvarpa tístum né óska íþróttamönnum sínum góðs gengis á þessu tímabili. Þeir íþróttamenn sem brjóta þessa reglu eiga á hættu að fá refsingu og í versta falli gætu þeir missti verðlaunapeninga sína. Það er þó líklegast að þeir fái áminningu, í það minnsta fyrir fyrsta brot. Ólympíunefndir í hverju landi bera ábyrgðina á því að fylgja þessu eftir en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt sínu íþróttafólki fyrir því sem má og má ekki á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefst í næstu viku.BBC skoðaði þessar reglur í sambandi við breska íþróttafólkið og birtir meðal annars lista yfir þau orð sem íþróttafólkið má ekki nota. Þetta eru ensku orðin: 2016, Rio/Rio de Janeiro, Gold, Silver, Bronze, Medal, Effort, Performance, Challenge, Summer, Games, Sponsors, Victory og Olympian auk orðanna Olympic, Olympics, Olympic Games, Olympiad, Olympiads og mottó Ólympíuleikanna "Citius - Altius - Fortius" eða hærra, hraðari, sterkari. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. Aðeins opinberir styrktaraðilar Ólympíuleikana í Ríó mega tengja sig við leikana á þessum tíma og þeir hafa líka einkarétt á því að nota ákveðin orð sem vísa í Ólympíuleikana eða það að ná góðum árangri þar. Styrktaraðilar íþróttafólksins sem eru ekki opinberir styrktaraðilar leikanna mega hvorki endurvarpa tístum né óska íþróttamönnum sínum góðs gengis á þessu tímabili. Þeir íþróttamenn sem brjóta þessa reglu eiga á hættu að fá refsingu og í versta falli gætu þeir missti verðlaunapeninga sína. Það er þó líklegast að þeir fái áminningu, í það minnsta fyrir fyrsta brot. Ólympíunefndir í hverju landi bera ábyrgðina á því að fylgja þessu eftir en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt sínu íþróttafólki fyrir því sem má og má ekki á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefst í næstu viku.BBC skoðaði þessar reglur í sambandi við breska íþróttafólkið og birtir meðal annars lista yfir þau orð sem íþróttafólkið má ekki nota. Þetta eru ensku orðin: 2016, Rio/Rio de Janeiro, Gold, Silver, Bronze, Medal, Effort, Performance, Challenge, Summer, Games, Sponsors, Victory og Olympian auk orðanna Olympic, Olympics, Olympic Games, Olympiad, Olympiads og mottó Ólympíuleikanna "Citius - Altius - Fortius" eða hærra, hraðari, sterkari.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira