Óvissir farþegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júlí 2016 23:39 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast. Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast.
Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira