Óvissir farþegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júlí 2016 23:39 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast. Fréttir af flugi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast.
Fréttir af flugi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira