
Einn góðan veðurdag
Sakna Kvennó
Eftir þáttinn fór ég að hlusta á mína innri rödd og fann að ég saknaði Kvennalistans; saknaði þess hvernig þær gátu stundum verið óvissar í sinni sök og leitandi í stað þess að knýja fram vilja sinn eins og við eigum að venjast frá stjórnmálamönnum, hvernig þær gátu einbeitt sér að því sem þær töldu skipta máli en hirtu síður um hitt; hvernig þær neituðu að láta eins og prófessjónal stjórnmálamenn; saknaði heilindanna sem einkenndi þær alltaf á hverju sem gekk, hugmyndanna, einlægninnar, andrúmsloftsins í kringum þær, fjörsins og leiksins sem var aldrei langt fjarri.
Svei mér ef rifjaðist ekki upp fyrir mér um hvað stjórnmál eiga að snúast – ekki frama og völd og auð einhverra stertimenna eins og stundum mætti ætla þegar fylgst er með fréttum af pólitík – ekki um múgæsingar og þaulræktað hatur milli hópa og þjóða – ekki um þessi eilífu fundasköp og umræður um fundarstjórn forseta sem alltaf verið að ræða hér – og ekki um spælingaframleiðslu netfréttamennskunnar þar sem sífellt er verið að segja okkur frá nafngreindu fólki sem „hraunar yfir“ og „hjólar í“ samborgara sína eins og slíkt háttarlag sé í frásögur færandi eða háttur siðaðs fólks.
Stjórnmál snúast um að leysa aðkallandi verkefni þannig að samfélagið gangi og verjast atlögum sérhagsmunaseggja sem vilja sölsa undir sig sameiginlegar eigur. Þau snúast um að láta skólana ganga og vegina vera opna. Þau snúast um spítalana og almenningsklósettin. Og svo framvegis.
Hvar er draumurinn?
En þau snúast líka um annað og meira, og kannski síður áþreifanlegt. Í grein í nýjasta hefti TMM færir Þröstur Ólafsson það í tal að vinstri menn hafi einhvers staðar í allri varnarbaráttunni gagnvart eyðingaröflum skefjalausrar markaðshyggju misst frá sér útópíuna sem er svo mikilvægur aflvaki í öllu pólitísku starfi – misst sjónar á framtíðinni. Vinstri menn hættu að sjá fyrir sér einn góðan veðurdag þegar allt verður gott. Verkalýðshreyfingin lítur á það sem sitt meginhlutverk að halda verðbólgu í skefjum, sem er virðingarvert, en það kemur stundum út eins og barátta hennar snúist fyrst og fremst um að halda launum almennings, millistéttarinnar, niðri. Verkalýðshreyfingin hefur líka verið svo föst í atvinnustefnu síðustu aldar að hún hefur ekki náð sambandi við samtök umhverfisverndarfólks, sem hafa gert að sínum mikilvægustu mál okkar tíma, sjálfa framtíð mannkyns á jörðinni.
Og þannig mætti ganga á röðina og skoða samtök og flokka sem alþýðufólk kom á fót á síðustu öld í baráttunni um brauðið og lífsbjörgina. Neistinn dofnar og baráttan snýst um að halda í horfinu, láta ekki ganga á réttindi sem tók mikla elju að ná fram.
En stjórnmál þurfa líka að snúast um einn góðan veðurdag. Þau þurfa að snúast um tilfinningu fyrir einhverjum áfangastað í ótilgreindri framtíð þar sem við viljum að afkomendur okkar geti átt gott líf; að barátta okkar leiði til þess að heimurinn verði svolítið betri, þar sem orð eins og „góður“ eru ekki notuð í niðrunarskyni af fólki sem aðhyllist hatur og ótta. Þau snúast um hamingjudrauminn.
Flokkar eru valdastofnanir og útdeilingarstofur á gæði og þeir hafa tilhneigingu til að vilja viðhalda sér. Það gerðist til dæmis þegar Samfylkingin var stofnuð í kjölfar velgengni Reykjavíkurlistans. Þá voru lagðir niður þeir flokkar sem runnu saman – Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og (Þjóðvaki, sem varla var annað en vettvangur fyrir framboð Jóhönnu Sigurðardóttur). Hinn eini sanni og eilífi fjórflokkur sem alltaf er á vinstri kantinum. Þetta gekk nokkuð vel, þangað til Alþýðubandalagsmenn notuðu fyrsta tækifærið sem gafst til að laumast út bakdyramegin og stofna VG, sinn gamla flokk með nýrri kennitölu sem væri laus við „kratana“. Og kratarnir gerðu allt sem þeir gátu til að breyta SF í Alþýðuflokkinn. Ég fór að hugsa um þetta eftir að ég hafði hlustað á hana Kristínu tala við þá Ævar og Jón í útvarpinu: Eiginlega var Kvennalistinn eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum þegar Samfylkingin var stofnuð. Og þar starfa þær sumar enn, við góðan orðstír.
En þær höfðu þetta í Kvennó – þessa tilfinningu fyrir einum góðum veðurdegi. Þessa starfsgleði þess sem starfar að stjórnmálum til að gera heiminn betri fyrir afkomendurna. Því fylgi einhver leikur, frjálsræði og fjör. Þetta andrúmsloft færðist svo yfir í Besta flokkinn og þaðan – vonandi – í Píratana. Kvennó var kannski eini flokkurinn sem lagði sig niður af heilindum við stofnun SF en andi þeirra og hugsjón er þó lífvænlegri en hinna flokkanna sem neituðu að fara.
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar