Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 10:44 Ari Edwald forstjóri MS segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Fyrir helgi var MS sektað um hálfan milljarð af Samkeppniseftirlitinu vegna verðlagningarinnar á mjólkinni. Ari segir að þrátt fyrir að um sömu vöru sé að ræða þá séu gjörólíkar aðstæður uppi við söluna í hvoru tilfelli fyrir sig og því sé í raun ekki verið að selja sömu vöruna. „Sama varan getur verið ólík á ýmsum forsendum. Eitt flugsæti til annars í flugvél kosta ekki það sama. Samt er ekki verið að mismuna mönnum í því. Þú hefur Saga Class sæti eða eitthvað sem þú getur hreyft fram á síðasta dag eða hrært í og svo er fast sæti. Þeir sem taka þátt í samstarfi MS og tengdra aðila axla ábyrgð sem þeir gera ekki sem kaupa bara eftir hendinni það sem þeir vilja hverju sinni til að vinna úr þær vörur sem þeir vilja framleiða,“ sagði Ari í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Mjólka 2 var í samstarfi við MS um mjólkurframleiðslu. Þannig sagði hann að MS og tengdir aðilar hafi skuldbindingu um að taka við allri mjólk, annast birgðastýringu og framleiða allar vörur, meðal annars þær sem ekki fæst kostnaðarverð fyrir.„Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir“ Aðspurður hvers vegna það hefði þó verið mismunandi verð fyrir sömu vöru sagði hann: „Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir. Það fer bara eftir einhverjum skilmálum í kringum það hvaða skuldbindingar þú hefur hvort þú getur hrært í því eins og þér sýnist. Ég skal nefna þér dæmi um hvernig þetta virkar. Ég var í Búðardal í kringum verslunarmannahelgi og þá hringir aðili sem er vanur að kaupa nokkur þúsund lítra af mjólk. Hann segir að hann ætli ekki að kaupa 4 þúsund lítra af mjólk í kringum verslunarmannahelgi vegna þess að hann ætli að gefa fólkinu sínu frí. Hann getur gert það og hefur frelsi til þess. Hann fær því ekki mjólkina og við sitjum uppi með hana,“ sagði Ari. MS þurfti þá að koma mjólkinni í birgðageymslu annars staðar á landinu þar sem ekki var hægt að koma henni fyrir fyrir vestan. Það hafi verið kostnaður sem lenti á MS. Það sé ekki sami hluturinn að geta ákveðið sig dag frá degi hversu mikla mjólk viðkomandi kaupi af MS og því að vera í samstarfi við fyrirtækið.Klaufaleg ummæli að segja að sektin lendi á neytendum Þá segist Ari skilja reiði margra vegna ummæla hans um að sektin myndi falla á neytendur með hærra vöruverði. „Mér þykir það leitt hvernig þessi ummæli komu út. Bæði var þetta klaufalega orðað hjá mér og svo fór þetta út án þess samhengis sem orðin voru sögð í sem er auðvitað það að ég er að ganga út frá því að það verði ekki lögð á okkur sekt.“ Það sé hins vegar þannig að komi til sektar þá muni hún annað hvort lenda á bændum eða neytendum.Viðtalið við Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Ari Edwald forstjóri MS segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Fyrir helgi var MS sektað um hálfan milljarð af Samkeppniseftirlitinu vegna verðlagningarinnar á mjólkinni. Ari segir að þrátt fyrir að um sömu vöru sé að ræða þá séu gjörólíkar aðstæður uppi við söluna í hvoru tilfelli fyrir sig og því sé í raun ekki verið að selja sömu vöruna. „Sama varan getur verið ólík á ýmsum forsendum. Eitt flugsæti til annars í flugvél kosta ekki það sama. Samt er ekki verið að mismuna mönnum í því. Þú hefur Saga Class sæti eða eitthvað sem þú getur hreyft fram á síðasta dag eða hrært í og svo er fast sæti. Þeir sem taka þátt í samstarfi MS og tengdra aðila axla ábyrgð sem þeir gera ekki sem kaupa bara eftir hendinni það sem þeir vilja hverju sinni til að vinna úr þær vörur sem þeir vilja framleiða,“ sagði Ari í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Mjólka 2 var í samstarfi við MS um mjólkurframleiðslu. Þannig sagði hann að MS og tengdir aðilar hafi skuldbindingu um að taka við allri mjólk, annast birgðastýringu og framleiða allar vörur, meðal annars þær sem ekki fæst kostnaðarverð fyrir.„Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir“ Aðspurður hvers vegna það hefði þó verið mismunandi verð fyrir sömu vöru sagði hann: „Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir. Það fer bara eftir einhverjum skilmálum í kringum það hvaða skuldbindingar þú hefur hvort þú getur hrært í því eins og þér sýnist. Ég skal nefna þér dæmi um hvernig þetta virkar. Ég var í Búðardal í kringum verslunarmannahelgi og þá hringir aðili sem er vanur að kaupa nokkur þúsund lítra af mjólk. Hann segir að hann ætli ekki að kaupa 4 þúsund lítra af mjólk í kringum verslunarmannahelgi vegna þess að hann ætli að gefa fólkinu sínu frí. Hann getur gert það og hefur frelsi til þess. Hann fær því ekki mjólkina og við sitjum uppi með hana,“ sagði Ari. MS þurfti þá að koma mjólkinni í birgðageymslu annars staðar á landinu þar sem ekki var hægt að koma henni fyrir fyrir vestan. Það hafi verið kostnaður sem lenti á MS. Það sé ekki sami hluturinn að geta ákveðið sig dag frá degi hversu mikla mjólk viðkomandi kaupi af MS og því að vera í samstarfi við fyrirtækið.Klaufaleg ummæli að segja að sektin lendi á neytendum Þá segist Ari skilja reiði margra vegna ummæla hans um að sektin myndi falla á neytendur með hærra vöruverði. „Mér þykir það leitt hvernig þessi ummæli komu út. Bæði var þetta klaufalega orðað hjá mér og svo fór þetta út án þess samhengis sem orðin voru sögð í sem er auðvitað það að ég er að ganga út frá því að það verði ekki lögð á okkur sekt.“ Það sé hins vegar þannig að komi til sektar þá muni hún annað hvort lenda á bændum eða neytendum.Viðtalið við Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent