Rödd Norðurlanda þarf að heyrast Gylfi Arnbjörnsson og Elín Björg Jónsdóttir og Magnus Gissler skrifa 12. júlí 2016 07:00 Eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu síðustu ára hefur orðið æ flóknara að taka mikilvægar ákvarðanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og annarra alþjóðastofnana. Afleiðing þessa er að óformlegir fundir á milli leiðtoga G20 landanna öðlast sífellt meira vægi og mikilvægar ákvarðanir eru í reynd teknar á slíkum fundum áður en þær eru samþykktar með formlegum hætti á vettvangi alþjóðastofnana. Þær þjóðir sem ekki taka þátt í G20 samstarfinu þurfa því að sætta sig við að fylgjast með frá hliðarlínunni, að mestu leyti áhrifalausar. Þetta hlutskipti á einnig við um Norðurlönd, sem hvert fyrir sig uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að komast inn í þennan félagsskap. Umfjöllunarefnum G20-ríkjanna hefur einnig fjölgað, frá því að vera fyrst og fremst málefni af fjármálalegum toga til þess að taka til að mynda á niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytis og fjalla um atvinnumál, en atvinnumál verða einmitt umfjöllunarefni atvinnumálaráðherra G20-ríkjanna á fundi þeirra í Peking (11. til 13. júlí). Þar verða fulltrúar Norðurlanda fjarri góðu gamni. Norðurlönd hafa hins vegar allar forsendur til þess að leita eftir auknu samstarfi við G20. Þrátt fyrir að vera ekki margmenn – tæplega 26 milljónir íbúa – eru Norðurlönd til samans tólfta stærsta hagkerfi heimsins. Fyrir utan virka þátttöku í alþjóðasamstarfi, þar sem litið er á Norðulönd sem samstíga ríki sem oft hugsa eins, vilja það sama og greiða atkvæði með svipuðum hætti, þá búum við að sterku sameiginlegu milliríkjasamstarfi í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Á sama tíma má halda því fram að norræna módelið sé í tísku, það sýndi sig síðast í vorheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra Norðurlanda til Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er að ríkjum Norðurlanda er oft á alþjóðavettvangi lýst sem mjög samkeppnishæfum, árangursríkum og til eftirbreytni. Þar ríki röð og regla í fjármálum, ásamt blöndu af hagvexti, samkeppnishæfni og félagslegu öryggi. Þetta vekur forvitni annarra – líka þeirra í Hvíta húsinu. Utanríkisviðskipti gegna mikilvægu hlutverki í hnattvæddum heimi, einkum fyrir lítil og opin hagkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Norðurlandabúa. Við höfum sýnt og sannað að það er ekki aðeins unnt að sameina með árangursríkum hætti hagvöxt og samkeppnishæfni með alhliða velferðarsamfélagi og efnahagslegu jafnrétti, það er einnig æskilegt. Norræna líkanið hefur vakið athygli og aðdáun, meðal annars hjá OECD og World Economic Forum, fyrir að vera sveigjanlegt samfélagslíkan sem hefur betri forsendur til að takast á við kreppur og áföll en mörg önnur samfélagslíkön. Uppsprettu þessa sveigjanleika er að finna í hinni skipulögðu starfsemi verkalýðshreyfingarinnar, sem er vægast sagt mikilvægt púsl í hinu norrænu líkani. Á meðal óteljandi lista þar sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru í efstu sætum – t.d. þegar kemur að jafnrétti, bjartsýni og hamingju – er einn listi þar sem Norðurlönd skína eins og einmana stjarna á himinfestingunni og önnur lönd þurfa að líta til og fylgja. Í hinum frjálsa heimi erum við með langhæstu þátttöku vinnandi fólks í stéttarfélögum. Innan raða norrænu regnhlífarsamtanna okkar, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS) eru ríflega níu milljónir meðlima. Tveir af hverjum þremur launamönnum eru meðlimir í einhverju hinna 400 félaga sem finnast innan samtaka launafólks, samtaka opinberra starfsmanna og háskólafólks á Norðurlöndum. Belgar eru eina þjóðin með viðlíka þátttöku, þar er annar hver launamaður skráður í stéttarfélag. Það er sorgleg staðreynd að önnur lönd OECD eru langt undan í þessum samanburði. Það má því segja að verkalýðshreyfingin varði almannaheill á Norðurlöndum. Ábyrgðarkrafan er rík, jafnt hjá okkur sem hjá viðsemjendum okkar. Hryggjarstykkið í norræna líkaninu og í hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu er nefnilega samstarf á jafnræðisgrundvelli á milli sterkra sjálfstæðra aðila og samningaviðræður sem byggja á trausti, ábyrgð og raunsæi. Mikil þátttaka í verkalýðsfélögum hefur leitt til þess að vinnumarkaðslöggjöfin er ekki tiltakanlega umfangsmikil. Þess í stað er atvinnulífið stillt af í gegnum kjarasamninga og samkomulög sem innihalda allt frá launum og starfsþjálfun til endurhæfingar og eftirlauna. Gildistími samninga er mislangur en það er ófrávíkjanleg regla að á samningstímabilinu ríkir friður. Líkanið veitir atvinnuveitendum samningsrými og sveigjanleika en leggur líka grunninn að sjálfbærum og fyrirsjáanlegum vinnumarkaði þar sem atvinnuöryggi, samningsbundin laun og mannsæmandi vinnuaðstæður eru tryggð. Það sem skilur norræna líkanið, með sinni „léttu“ vinnulöggjöf og einföldu leikreglum, frá samfélagkerfum þar sem byggt er á þungri lagasetningu, er að norræn hagkerfi og norrænn vinnumarkaður eru sveigjanleg og auðstýranleg. Skipuleg launaþróun – sem stuðlar að aukinni framleiðni og auðveldar endurskipulagningu og breytingar – eykur getu ríkja okkar til að takast á við fjármálakreppur og kröfur um aukna samkeppnishæfni vegna alþjóðlegs þrýstings. Þetta er ein helsta ástæða þess að norrænum samfélögum auðnaðist að takast á við fjármálakreppuna með þeim hætti að eftir var tekið á alþjóðavettvangi og styrkti enn frekar jákvæðan orðstír Norðurlanda. Norræna líkanið er hins vegar ekki einungis til þess hannað að geta bara brugðist við samkeppni utan frá. Það er líka drifkrafturinn sem rekur samkeppnishæf Norðurlönd fram á við. Gott velferðarkerfi, almennt hátt menntunarstig, sanngjörn laun fyrir sómasamlega vinnu og gott sumarleyfi stuðla að kynjajafnrétti, almennu jafnrétti, hamingju og bjartsýni borgaranna. Þetta leggur grunninn að skapandi og afkastamiklu starfsfólki; því sama starfsfólki sem á endanum skapar samkeppnishæf fyrirtæki – og já, við erum líka á toppnum á þessum listum. Það var e.t.v. þess vegna sem Spotify tilkynnti í fyrra að allir starfsmenn fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum, skyldu hafa rétt á a.m.k. sex mánaða fæðingarorlofi? Það er langt síðan launafólk á Norðurlöndum öðlaðist þessi forréttindi og við í verkalýðshreyfingunni gleðjumst því yfir því að atvinnulífið sýnir viðleitni til þess að flytja út, ekki bara tónlist, heldur líka hluta af hinu norræna líkani. Við, fulltrúar norrænu verkalýðshreyfingarinnar, erum þó þeirrar skoðunar, að ef norræna líkanið á að geta orðið fyrirmynd annarra, þá getum við ekki lengur sætt okkur við að sitja á hliðarlínunni, vekja forvitni eða flytja út valda hluta líkansins. Við þurfum að vera til staðar í Peking og á komandi fundum G20-ríkjanna, í þeim tilgangi að geta þegar á frumstigi haft áhrif á mikilvægar alþjóðlegar ákvarðanir með þeim hætti að gildum okkar verði miðlað til umheimsins í gegnum sjálfbæran og sanngjarnar vinnumarkað án aðgreiningar. Þetta er kjarninn í norræna líkaninu og þetta gerir það að verkum að Norðurlönd eru mikilvæg rödd í G20. Við skorum því á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að leita þegar eftir áhrifum í G20. Heimurinn þarf á okkur að halda og við þurfum á heiminum að halda. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ Elín Björg Jónsdóttirformaður BSRB Magnus Gisslerframkvæmdastjóri NFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu síðustu ára hefur orðið æ flóknara að taka mikilvægar ákvarðanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og annarra alþjóðastofnana. Afleiðing þessa er að óformlegir fundir á milli leiðtoga G20 landanna öðlast sífellt meira vægi og mikilvægar ákvarðanir eru í reynd teknar á slíkum fundum áður en þær eru samþykktar með formlegum hætti á vettvangi alþjóðastofnana. Þær þjóðir sem ekki taka þátt í G20 samstarfinu þurfa því að sætta sig við að fylgjast með frá hliðarlínunni, að mestu leyti áhrifalausar. Þetta hlutskipti á einnig við um Norðurlönd, sem hvert fyrir sig uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að komast inn í þennan félagsskap. Umfjöllunarefnum G20-ríkjanna hefur einnig fjölgað, frá því að vera fyrst og fremst málefni af fjármálalegum toga til þess að taka til að mynda á niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytis og fjalla um atvinnumál, en atvinnumál verða einmitt umfjöllunarefni atvinnumálaráðherra G20-ríkjanna á fundi þeirra í Peking (11. til 13. júlí). Þar verða fulltrúar Norðurlanda fjarri góðu gamni. Norðurlönd hafa hins vegar allar forsendur til þess að leita eftir auknu samstarfi við G20. Þrátt fyrir að vera ekki margmenn – tæplega 26 milljónir íbúa – eru Norðurlönd til samans tólfta stærsta hagkerfi heimsins. Fyrir utan virka þátttöku í alþjóðasamstarfi, þar sem litið er á Norðulönd sem samstíga ríki sem oft hugsa eins, vilja það sama og greiða atkvæði með svipuðum hætti, þá búum við að sterku sameiginlegu milliríkjasamstarfi í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Á sama tíma má halda því fram að norræna módelið sé í tísku, það sýndi sig síðast í vorheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra Norðurlanda til Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er að ríkjum Norðurlanda er oft á alþjóðavettvangi lýst sem mjög samkeppnishæfum, árangursríkum og til eftirbreytni. Þar ríki röð og regla í fjármálum, ásamt blöndu af hagvexti, samkeppnishæfni og félagslegu öryggi. Þetta vekur forvitni annarra – líka þeirra í Hvíta húsinu. Utanríkisviðskipti gegna mikilvægu hlutverki í hnattvæddum heimi, einkum fyrir lítil og opin hagkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Norðurlandabúa. Við höfum sýnt og sannað að það er ekki aðeins unnt að sameina með árangursríkum hætti hagvöxt og samkeppnishæfni með alhliða velferðarsamfélagi og efnahagslegu jafnrétti, það er einnig æskilegt. Norræna líkanið hefur vakið athygli og aðdáun, meðal annars hjá OECD og World Economic Forum, fyrir að vera sveigjanlegt samfélagslíkan sem hefur betri forsendur til að takast á við kreppur og áföll en mörg önnur samfélagslíkön. Uppsprettu þessa sveigjanleika er að finna í hinni skipulögðu starfsemi verkalýðshreyfingarinnar, sem er vægast sagt mikilvægt púsl í hinu norrænu líkani. Á meðal óteljandi lista þar sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru í efstu sætum – t.d. þegar kemur að jafnrétti, bjartsýni og hamingju – er einn listi þar sem Norðurlönd skína eins og einmana stjarna á himinfestingunni og önnur lönd þurfa að líta til og fylgja. Í hinum frjálsa heimi erum við með langhæstu þátttöku vinnandi fólks í stéttarfélögum. Innan raða norrænu regnhlífarsamtanna okkar, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS) eru ríflega níu milljónir meðlima. Tveir af hverjum þremur launamönnum eru meðlimir í einhverju hinna 400 félaga sem finnast innan samtaka launafólks, samtaka opinberra starfsmanna og háskólafólks á Norðurlöndum. Belgar eru eina þjóðin með viðlíka þátttöku, þar er annar hver launamaður skráður í stéttarfélag. Það er sorgleg staðreynd að önnur lönd OECD eru langt undan í þessum samanburði. Það má því segja að verkalýðshreyfingin varði almannaheill á Norðurlöndum. Ábyrgðarkrafan er rík, jafnt hjá okkur sem hjá viðsemjendum okkar. Hryggjarstykkið í norræna líkaninu og í hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu er nefnilega samstarf á jafnræðisgrundvelli á milli sterkra sjálfstæðra aðila og samningaviðræður sem byggja á trausti, ábyrgð og raunsæi. Mikil þátttaka í verkalýðsfélögum hefur leitt til þess að vinnumarkaðslöggjöfin er ekki tiltakanlega umfangsmikil. Þess í stað er atvinnulífið stillt af í gegnum kjarasamninga og samkomulög sem innihalda allt frá launum og starfsþjálfun til endurhæfingar og eftirlauna. Gildistími samninga er mislangur en það er ófrávíkjanleg regla að á samningstímabilinu ríkir friður. Líkanið veitir atvinnuveitendum samningsrými og sveigjanleika en leggur líka grunninn að sjálfbærum og fyrirsjáanlegum vinnumarkaði þar sem atvinnuöryggi, samningsbundin laun og mannsæmandi vinnuaðstæður eru tryggð. Það sem skilur norræna líkanið, með sinni „léttu“ vinnulöggjöf og einföldu leikreglum, frá samfélagkerfum þar sem byggt er á þungri lagasetningu, er að norræn hagkerfi og norrænn vinnumarkaður eru sveigjanleg og auðstýranleg. Skipuleg launaþróun – sem stuðlar að aukinni framleiðni og auðveldar endurskipulagningu og breytingar – eykur getu ríkja okkar til að takast á við fjármálakreppur og kröfur um aukna samkeppnishæfni vegna alþjóðlegs þrýstings. Þetta er ein helsta ástæða þess að norrænum samfélögum auðnaðist að takast á við fjármálakreppuna með þeim hætti að eftir var tekið á alþjóðavettvangi og styrkti enn frekar jákvæðan orðstír Norðurlanda. Norræna líkanið er hins vegar ekki einungis til þess hannað að geta bara brugðist við samkeppni utan frá. Það er líka drifkrafturinn sem rekur samkeppnishæf Norðurlönd fram á við. Gott velferðarkerfi, almennt hátt menntunarstig, sanngjörn laun fyrir sómasamlega vinnu og gott sumarleyfi stuðla að kynjajafnrétti, almennu jafnrétti, hamingju og bjartsýni borgaranna. Þetta leggur grunninn að skapandi og afkastamiklu starfsfólki; því sama starfsfólki sem á endanum skapar samkeppnishæf fyrirtæki – og já, við erum líka á toppnum á þessum listum. Það var e.t.v. þess vegna sem Spotify tilkynnti í fyrra að allir starfsmenn fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum, skyldu hafa rétt á a.m.k. sex mánaða fæðingarorlofi? Það er langt síðan launafólk á Norðurlöndum öðlaðist þessi forréttindi og við í verkalýðshreyfingunni gleðjumst því yfir því að atvinnulífið sýnir viðleitni til þess að flytja út, ekki bara tónlist, heldur líka hluta af hinu norræna líkani. Við, fulltrúar norrænu verkalýðshreyfingarinnar, erum þó þeirrar skoðunar, að ef norræna líkanið á að geta orðið fyrirmynd annarra, þá getum við ekki lengur sætt okkur við að sitja á hliðarlínunni, vekja forvitni eða flytja út valda hluta líkansins. Við þurfum að vera til staðar í Peking og á komandi fundum G20-ríkjanna, í þeim tilgangi að geta þegar á frumstigi haft áhrif á mikilvægar alþjóðlegar ákvarðanir með þeim hætti að gildum okkar verði miðlað til umheimsins í gegnum sjálfbæran og sanngjarnar vinnumarkað án aðgreiningar. Þetta er kjarninn í norræna líkaninu og þetta gerir það að verkum að Norðurlönd eru mikilvæg rödd í G20. Við skorum því á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að leita þegar eftir áhrifum í G20. Heimurinn þarf á okkur að halda og við þurfum á heiminum að halda. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ Elín Björg Jónsdóttirformaður BSRB Magnus Gisslerframkvæmdastjóri NFS
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar