Lögfræðingum hjá Seðlabanka Íslands hefur verið falið það verkefni að skoða tengsl aflandsfélagaviðskipta Finns Ingólfssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra ,við störf hans hjá bankanum. Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV.
Athugun þessi er gerð að beiðni bankaráðs Seðlabankans. Í umfjöllun um Panamaskjölin í vor kom fram að Finnur átti árið 2007 aflandsfélag í félagi við Helga S. Guðmundsson, sem þá var formaður bankaráðs Seðlabankans. Finnur var seðlabankastjóri á árunum 2000 til 2002.
Sjá einnig:Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair
Félagið bar nafnið Adair en í samtali við Vísi fyrr á þessu ári sagði hann að félagið hefði verið stofnað í gegnum Landsbankann í Lúxembourg. Að sögn Finns voru fjárfestingar í félaginu sáralitlar en höfðu í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað.
Samkvæmt heimildum RÚV var mál Finns og Helga tekið upp daginn eftir að fjallað var um það í Kastljósi. Niðurstaða hefur ekki fengist í það ennþá.
Lögfræðingar Seðlabankans skoða aflandsfélag Finns

Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög
Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum.