Sektin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2016 09:45 Sekt upp á tæpan hálfan milljarð sem Mjólkursamsölunni hefur verið gert að greiða fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni mun á endanum bitna á annaðhvort neytendum eða bændum. Það er niðurstaða forstjóra MS sem var í viðtali við Bylgjuna í gær. MS mun samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum hrámjólk til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og fyrirtækið og aðrir sem tengjast því fengu hráefnið undir kostnaðarverði. Í kjölfar frétta af þessu athæfi MS hafa ýmsir hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Það er skiljanlegt. Neytendum finnst óboðlegt að styðja við fyrirtæki sem í krafti einokunarstöðu sinnar, sem það fær að gjöf frá ríkinu, svínar á þeim með alvarlegum hætti. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur aukist mikið og seljast vörurnar gjarnan upp. Hlutverk MS, sem er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins, er að taka við mjólk frá mjólkurbændum, dreifa henni til annarra framleiðenda og búa til sínar eigin vörur. Aðrir framleiðendur, minni fyrirtæki eins og Arna og Kú, fá hrámjólk frá MS sem þau nota til að framleiða sínar eigin vörur. Það þýðir að allir mjólkurbændur á Íslandi, hátt í sjö hundruð talsins, verða að selja Mjólkursamsölunni afurðir sínar, ef frá eru taldir örfáir einstakir bændur sem framleiða sínar eigin vörur og selja beint frá býli í smáum sniðum. MS er langstærsti framleiðandi allra mjólkurvara og samtímis eini heildsali þeirrar hrávöru sem aðrir framleiðendur þurfa til að búa til sínar vörur. Eins eðlilegt viðbragð við fréttum af svívirðilegri framkomu stjórnenda fyrirtækisins og sniðganga vara þess er, þá er óljóst hverju það mun skila. Mögulega neyðist MS til að selja samkeppnisaðilum sínum meiri vörur svo að þeir geti annað betur aukinni eftirspurn. Líklegra verður þó að telja að sniðgangan dofni fljótlega út, rétt eins og gerðist fyrir tveimur árum, þegar sömu fréttir bárust af misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu sinni. Neytendur hafa því miður takmarkað úthald til að mótmæla og sækja aftur í það sama, það sem þeir þekkja. Með nýjum búvörusamningum sem landbúnaðar- og fjármálaráðherrar skrifuðu undir fyrr á árinu er þessi einokunarstaða MS fest enn frekar í sessi sem og undanþága mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Þessir nýju samningar, sem núverandi forsætisráðherra var í forsvari fyrir að gera við bændur, eru með öllu óásættanlegir. Það sem eðlilegast væri að gera er að sniðganga þá stjórnmálamenn sem bjóða okkur upp á kerfið sem gerir stjórnendum Mjólkursamsölunnar það kleift að starfa með þeim hætti sem þeir gera. Sektin á að bitna á sekum stjórnmálamönnunum, ekki neytendum eða bændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun
Sekt upp á tæpan hálfan milljarð sem Mjólkursamsölunni hefur verið gert að greiða fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni mun á endanum bitna á annaðhvort neytendum eða bændum. Það er niðurstaða forstjóra MS sem var í viðtali við Bylgjuna í gær. MS mun samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum hrámjólk til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og fyrirtækið og aðrir sem tengjast því fengu hráefnið undir kostnaðarverði. Í kjölfar frétta af þessu athæfi MS hafa ýmsir hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Það er skiljanlegt. Neytendum finnst óboðlegt að styðja við fyrirtæki sem í krafti einokunarstöðu sinnar, sem það fær að gjöf frá ríkinu, svínar á þeim með alvarlegum hætti. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur aukist mikið og seljast vörurnar gjarnan upp. Hlutverk MS, sem er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins, er að taka við mjólk frá mjólkurbændum, dreifa henni til annarra framleiðenda og búa til sínar eigin vörur. Aðrir framleiðendur, minni fyrirtæki eins og Arna og Kú, fá hrámjólk frá MS sem þau nota til að framleiða sínar eigin vörur. Það þýðir að allir mjólkurbændur á Íslandi, hátt í sjö hundruð talsins, verða að selja Mjólkursamsölunni afurðir sínar, ef frá eru taldir örfáir einstakir bændur sem framleiða sínar eigin vörur og selja beint frá býli í smáum sniðum. MS er langstærsti framleiðandi allra mjólkurvara og samtímis eini heildsali þeirrar hrávöru sem aðrir framleiðendur þurfa til að búa til sínar vörur. Eins eðlilegt viðbragð við fréttum af svívirðilegri framkomu stjórnenda fyrirtækisins og sniðganga vara þess er, þá er óljóst hverju það mun skila. Mögulega neyðist MS til að selja samkeppnisaðilum sínum meiri vörur svo að þeir geti annað betur aukinni eftirspurn. Líklegra verður þó að telja að sniðgangan dofni fljótlega út, rétt eins og gerðist fyrir tveimur árum, þegar sömu fréttir bárust af misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu sinni. Neytendur hafa því miður takmarkað úthald til að mótmæla og sækja aftur í það sama, það sem þeir þekkja. Með nýjum búvörusamningum sem landbúnaðar- og fjármálaráðherrar skrifuðu undir fyrr á árinu er þessi einokunarstaða MS fest enn frekar í sessi sem og undanþága mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Þessir nýju samningar, sem núverandi forsætisráðherra var í forsvari fyrir að gera við bændur, eru með öllu óásættanlegir. Það sem eðlilegast væri að gera er að sniðganga þá stjórnmálamenn sem bjóða okkur upp á kerfið sem gerir stjórnendum Mjólkursamsölunnar það kleift að starfa með þeim hætti sem þeir gera. Sektin á að bitna á sekum stjórnmálamönnunum, ekki neytendum eða bændum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun