Cantona syngur "Let it go“ og er ekki í vafa: Ísland átti lið Evrópumótsins 2016 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 08:30 Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30
Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00