Hlynur: Þjálfarinn fékk borgað þegar leikmennirnir voru þremur mánuðum á eftir í launum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 13. júlí 2016 11:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum