Hlynur: Þjálfarinn fékk borgað þegar leikmennirnir voru þremur mánuðum á eftir í launum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 13. júlí 2016 11:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira