Kínverska gengissigið lars christensen skrifar 13. júlí 2016 11:00 Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar olli það verulegum taugatitringi á mörkuðum um allan heim þegar vangaveltur um gengisfall hins kínverska renminbis fóru vaxandi. En það sem hefur vakið miklu minni athygli er að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – virðist á síðustu tíu mánuðum eða svo hafa tekið upp þá stefnu að láta kínverskt renminbi síga hægt. Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu. Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.Það ætti að vegsama renminbiSumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð. Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð. Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun. Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016. Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun