Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 13:45 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44
Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00
Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00