Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 13:45 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44
Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00
Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00