Barcelona að safna frönskum varnarmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 15:30 Forráðamenn Barcelona ætla sér að styrkja varnarleik liðsins fyrir komandi tímabil og það virðist sem þeir horfi fyrst og fremst til Frakklands. Barcelona gekk í dag frá kaupunum á Lucas Digne frá Paris St-Germain fyrir 16,5 milljónir evra en sú tala gæti hækkað upp í 20,5 milljónir evra. 16,5 milljónir evra eru 2,2 milljarðar íslenskra króna. Áður hafði Barcelona fengið til sín franska miðvörðinn Samuel Umtiti en hann stóð sig mjög í frönsku vörninni á Evrópumótinu. Umtiti er 22 ára gamall og var keyptur frá Lyon. Lucas Digne er líka 22 ára varnarmaður eins og Umtiti en Digne getur bæði spilað sem vinstri bakvörður eða á vinstri kanti. Lucas Digne spilaði ekki með Paris St-Germain á síðasta tímabili heldur var hann þá í láni hjá AS Roma á Ítalíu. Hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Lille, PSG og Roma og er með 6 mörk og 13 stoðsendingar í þeim. Hann er sóknarbakvörður með bæði hraða, yfirferð og tækni. Digne hefur skrifað undir fimm ára samning við Barcelona og það verður hægt að kaupa hann út úr nýja samningnum fyrir 60 milljónir evra. Lucas Digne var í EM-hóp Frakka en kom ekki við sögu í neinum leik. Barcelona mun kynna nýja leikmanninn sinn á Camp Nou á morgun. #DigneFCB LucasDigne will play for Barça for the next five seasons. More info: Lucas Digne será jugador del Barça las próximas 5 temporadas. Más información: LucasDigne serà jugador del Barça les properes 5 temporades. Més informació: #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 13, 2016 at 5:18am PDT [OFFICIAL ANNOUNCEMENT | ÚLTIMA HORA] @FCBarcelona sign French defender@samumtiti El Barça firma al defensa francès Samuel Umtiti El Barça firma al defensa francés Samuel Umtiti #UmtitiFCB #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 12, 2016 at 5:16am PDT Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Forráðamenn Barcelona ætla sér að styrkja varnarleik liðsins fyrir komandi tímabil og það virðist sem þeir horfi fyrst og fremst til Frakklands. Barcelona gekk í dag frá kaupunum á Lucas Digne frá Paris St-Germain fyrir 16,5 milljónir evra en sú tala gæti hækkað upp í 20,5 milljónir evra. 16,5 milljónir evra eru 2,2 milljarðar íslenskra króna. Áður hafði Barcelona fengið til sín franska miðvörðinn Samuel Umtiti en hann stóð sig mjög í frönsku vörninni á Evrópumótinu. Umtiti er 22 ára gamall og var keyptur frá Lyon. Lucas Digne er líka 22 ára varnarmaður eins og Umtiti en Digne getur bæði spilað sem vinstri bakvörður eða á vinstri kanti. Lucas Digne spilaði ekki með Paris St-Germain á síðasta tímabili heldur var hann þá í láni hjá AS Roma á Ítalíu. Hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Lille, PSG og Roma og er með 6 mörk og 13 stoðsendingar í þeim. Hann er sóknarbakvörður með bæði hraða, yfirferð og tækni. Digne hefur skrifað undir fimm ára samning við Barcelona og það verður hægt að kaupa hann út úr nýja samningnum fyrir 60 milljónir evra. Lucas Digne var í EM-hóp Frakka en kom ekki við sögu í neinum leik. Barcelona mun kynna nýja leikmanninn sinn á Camp Nou á morgun. #DigneFCB LucasDigne will play for Barça for the next five seasons. More info: Lucas Digne será jugador del Barça las próximas 5 temporadas. Más información: LucasDigne serà jugador del Barça les properes 5 temporades. Més informació: #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 13, 2016 at 5:18am PDT [OFFICIAL ANNOUNCEMENT | ÚLTIMA HORA] @FCBarcelona sign French defender@samumtiti El Barça firma al defensa francès Samuel Umtiti El Barça firma al defensa francés Samuel Umtiti #UmtitiFCB #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 12, 2016 at 5:16am PDT
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira