Um jafnaðarstefnuna Ellert B. Schram skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar