Litla rannsóknarstofan Ísland Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 06:00 Carles Vilarrubí segist ekki geta ímyndað sér betri stað til að halda fyrsta kvennafótboltaskóla Barcelona en Ísland. vísir/anton Spænski fótboltarisinn Barcelona tók ákvörðun á síðasta ári um að stækka hjá sér kvennafótboltann og auka hróður hans á alheimsvísu enda hugsar Katalóníufélagið allt út fyrir Spán og langt út fyrir Evrópu. Aðallið félagsins, sem var meistari fjögur ár í röð frá 2012-2015, var gert að atvinnumannaliði í fyrra og á dögunum fór fram fyrsti fótboltaskólinn fyrir stelpur á vegum Barcelona. Staðurinn sem Börsungar völdu var Ísland en skólanum, sem var í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands, lauk í gær með veglegri lokahátíð. En af hverju Ísland? Því svaraði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, þegar Fréttablaðið settist niður með honum í Valsheimilinu í gær. „Við erum heimsþekkt félag og þegar við förum af stað með nýtt verkefni eru spurningarnar þrjár: Hvað, hvar og af hverju. Hvað, að þessu sinni, er kvennafótboltinn. Af hverju? Því kvennafótbolti er alltaf að stækka úti um allan heim og á stærstu markaðssvæðunum eins og í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hvar? Þessu var auðvelt að svara því ég gæti ekki ímyndað mér betri stað en Ísland til að hýsa fyrsta kvennafótboltaskólann okkar,“ sagði Vilarrubí. Ísland er ekki stærsta fótboltaþjóðin eða sú fjölmennasta. Það er einmitt ein stærsta ástæðan fyrir því að Börsungar völdu Ísland. Kvenna- og karlalandsliðið hafa á síðustu þremur árum bæði náð í átta liða úrslit á EM og sýnt „heimsbyggðinni að það er hægt að vera á toppnum í fótboltanum þrátt fyrir að dansa á línunni á milli áhugamennsku og atvinnumennsku“ eins og Vilarrubí orðar það. „Kvennafótboltinn er svo sterkur á Íslandi og í svona smærri löndum er hægt að búa til betri rannsóknarstofu ef þannig má að orði komast. Í rannsóknarstofu er horft á hlutina í smærra samhengi og með vökulla auga og þannig erum við að gera þetta á Íslandi,“ segir hann.Vilja auka vægi kvenna Vilarrubí segir enga pressu hafa verið á Barcelona að auka gildi kvennaboltans og gera aðallið kvenna að atvinnumönnum. Þetta var einfaldlega eitthvað sem þeir vildu gera á Nývangi til að auka hlut kvenna innan félagsins sem er nú þegar ansi gott. „Við erum 140.000 meðlimi í Barcelona og af þeim eru 37.000 konur. Að fara á Nývang er eitthvað sem fjölskyldan gerir saman. Þess vegna viljum við ekki bara halda þessu jafnvægi karla og kvenna innan félagsins heldur auka vægi kvenna og það er áskorun fyrir okkur,“ segir varaforsetinn sem fer ekkert leynt með það, að þetta er einnig hluti af því að stækka Barcelona á heimsvísu til að afla meiri tekna. „Það eru margar ástæður fyrir því að við fórum af stað með þetta verkefni og auðvitað er markaðsvæðing hluti af þessu. Því fleiri konur sem spila og því betri árangri sem þær ná fyrir okkur því fleiri treyjur verða seldar. Þetta eru líka viðskipti. Nike er að hanna treyjur fyrir kvennaliðið núna þannig þetta er eitthvað sem allir græða á; samfélagslega og fjárhagslega.“ Vilarrubí segir að fyrir 20 árum hafi kvennafótbolti varla verið til á Spáni en undanfarinn áratug hafi hann tekið stórstígum framförum og ekki síst vegna Barcelona. Þegar Katalóníurisinn fer af stað með eitthvað myndast samkeppni og allir vilja vera með. „Kvennafótboltinn er líka alltaf að verða betri og þannig verður skemmtilegra að horfa á hann. Íþróttir verða að vera skemmtilegar og áhugaverðar þannig fólk komi að horfa,“ segir hann.Þetta er Barcelona Einkennisorð Barcelona eru Més que un club eða Meira en bara félag. Barcelona stendur fyrir ákveðnum gildum eins og metnaði og samvinnu sem ungir strákar, og nú vonandi stúlkur, alast upp við í hinum víðfræga La Masia-fótboltaskóla sem ól af sér leikmenn á borð við Gerard Pique, Sergio Busquets, Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi. Börsungar eru aftur á móti í vandræðum með ímynd sína núna. Tveir máttarstólpar liðsins, Javier Mascherano og Lionel Messi, eru nú dæmdir fjárglæframenn og þá hefur félagið einnig staðið í stappi í dómsal vegna kaupanna á Neymar. Það reynist Katalóníumönnum erfitt að verja gildi sín í dag. „Vandamálið hjá okkur tengist ekki félaginu heldur fótboltanum í dag. Fótboltinn er í vandræðum. Það sem er í gangi eins og með peninga í boltanum í dag er auðvitað ekki líkt því sem var í gangi fyrir 50 árum,“ segir Vilarrubí og heldur áfram: „Það er svo mikill peningur í fótboltanum í dag og hann býr til annað skrímsli. Sálin er að hverfa úr boltanum. Við, sem Barca, þurfum að sigla einhvers staðar á milli nýja og gamla tímans. Að vera jafnstórt félag og Barcelona er getur verið erfitt því auðvitað erum við í miðjunni á storminum. Fótboltinn er í vandræðum og því erum við að hluta til í vandræðum því við erum í hringiðunni.“ Eitt af því sem Börsungar vilja vera þekktir fyrir er að ala upp unga fótboltamenn og því er félagið mætt til Íslands til að kenna ungum stúlkum Barcelona-leiðina með það í huga að kannski spili kona fyrir Barcelona líkt og Eiður Smári spilaði fyrir karlaliðið. „Við reynum eins og við getum að verja okkar gildi, meðal annars með svona fótboltaskóla eins og er í gangi hér á Íslandi. Það eru vandamál í fótboltanum og hlutirnir þurfa að breytast. Þetta sem við sjáum hérna fyrir utan gluggann er Barcelona. La Masia er Barcelona,“ segir Carles Vilarrubí. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Spænski fótboltarisinn Barcelona tók ákvörðun á síðasta ári um að stækka hjá sér kvennafótboltann og auka hróður hans á alheimsvísu enda hugsar Katalóníufélagið allt út fyrir Spán og langt út fyrir Evrópu. Aðallið félagsins, sem var meistari fjögur ár í röð frá 2012-2015, var gert að atvinnumannaliði í fyrra og á dögunum fór fram fyrsti fótboltaskólinn fyrir stelpur á vegum Barcelona. Staðurinn sem Börsungar völdu var Ísland en skólanum, sem var í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands, lauk í gær með veglegri lokahátíð. En af hverju Ísland? Því svaraði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, þegar Fréttablaðið settist niður með honum í Valsheimilinu í gær. „Við erum heimsþekkt félag og þegar við förum af stað með nýtt verkefni eru spurningarnar þrjár: Hvað, hvar og af hverju. Hvað, að þessu sinni, er kvennafótboltinn. Af hverju? Því kvennafótbolti er alltaf að stækka úti um allan heim og á stærstu markaðssvæðunum eins og í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hvar? Þessu var auðvelt að svara því ég gæti ekki ímyndað mér betri stað en Ísland til að hýsa fyrsta kvennafótboltaskólann okkar,“ sagði Vilarrubí. Ísland er ekki stærsta fótboltaþjóðin eða sú fjölmennasta. Það er einmitt ein stærsta ástæðan fyrir því að Börsungar völdu Ísland. Kvenna- og karlalandsliðið hafa á síðustu þremur árum bæði náð í átta liða úrslit á EM og sýnt „heimsbyggðinni að það er hægt að vera á toppnum í fótboltanum þrátt fyrir að dansa á línunni á milli áhugamennsku og atvinnumennsku“ eins og Vilarrubí orðar það. „Kvennafótboltinn er svo sterkur á Íslandi og í svona smærri löndum er hægt að búa til betri rannsóknarstofu ef þannig má að orði komast. Í rannsóknarstofu er horft á hlutina í smærra samhengi og með vökulla auga og þannig erum við að gera þetta á Íslandi,“ segir hann.Vilja auka vægi kvenna Vilarrubí segir enga pressu hafa verið á Barcelona að auka gildi kvennaboltans og gera aðallið kvenna að atvinnumönnum. Þetta var einfaldlega eitthvað sem þeir vildu gera á Nývangi til að auka hlut kvenna innan félagsins sem er nú þegar ansi gott. „Við erum 140.000 meðlimi í Barcelona og af þeim eru 37.000 konur. Að fara á Nývang er eitthvað sem fjölskyldan gerir saman. Þess vegna viljum við ekki bara halda þessu jafnvægi karla og kvenna innan félagsins heldur auka vægi kvenna og það er áskorun fyrir okkur,“ segir varaforsetinn sem fer ekkert leynt með það, að þetta er einnig hluti af því að stækka Barcelona á heimsvísu til að afla meiri tekna. „Það eru margar ástæður fyrir því að við fórum af stað með þetta verkefni og auðvitað er markaðsvæðing hluti af þessu. Því fleiri konur sem spila og því betri árangri sem þær ná fyrir okkur því fleiri treyjur verða seldar. Þetta eru líka viðskipti. Nike er að hanna treyjur fyrir kvennaliðið núna þannig þetta er eitthvað sem allir græða á; samfélagslega og fjárhagslega.“ Vilarrubí segir að fyrir 20 árum hafi kvennafótbolti varla verið til á Spáni en undanfarinn áratug hafi hann tekið stórstígum framförum og ekki síst vegna Barcelona. Þegar Katalóníurisinn fer af stað með eitthvað myndast samkeppni og allir vilja vera með. „Kvennafótboltinn er líka alltaf að verða betri og þannig verður skemmtilegra að horfa á hann. Íþróttir verða að vera skemmtilegar og áhugaverðar þannig fólk komi að horfa,“ segir hann.Þetta er Barcelona Einkennisorð Barcelona eru Més que un club eða Meira en bara félag. Barcelona stendur fyrir ákveðnum gildum eins og metnaði og samvinnu sem ungir strákar, og nú vonandi stúlkur, alast upp við í hinum víðfræga La Masia-fótboltaskóla sem ól af sér leikmenn á borð við Gerard Pique, Sergio Busquets, Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi. Börsungar eru aftur á móti í vandræðum með ímynd sína núna. Tveir máttarstólpar liðsins, Javier Mascherano og Lionel Messi, eru nú dæmdir fjárglæframenn og þá hefur félagið einnig staðið í stappi í dómsal vegna kaupanna á Neymar. Það reynist Katalóníumönnum erfitt að verja gildi sín í dag. „Vandamálið hjá okkur tengist ekki félaginu heldur fótboltanum í dag. Fótboltinn er í vandræðum. Það sem er í gangi eins og með peninga í boltanum í dag er auðvitað ekki líkt því sem var í gangi fyrir 50 árum,“ segir Vilarrubí og heldur áfram: „Það er svo mikill peningur í fótboltanum í dag og hann býr til annað skrímsli. Sálin er að hverfa úr boltanum. Við, sem Barca, þurfum að sigla einhvers staðar á milli nýja og gamla tímans. Að vera jafnstórt félag og Barcelona er getur verið erfitt því auðvitað erum við í miðjunni á storminum. Fótboltinn er í vandræðum og því erum við að hluta til í vandræðum því við erum í hringiðunni.“ Eitt af því sem Börsungar vilja vera þekktir fyrir er að ala upp unga fótboltamenn og því er félagið mætt til Íslands til að kenna ungum stúlkum Barcelona-leiðina með það í huga að kannski spili kona fyrir Barcelona líkt og Eiður Smári spilaði fyrir karlaliðið. „Við reynum eins og við getum að verja okkar gildi, meðal annars með svona fótboltaskóla eins og er í gangi hér á Íslandi. Það eru vandamál í fótboltanum og hlutirnir þurfa að breytast. Þetta sem við sjáum hérna fyrir utan gluggann er Barcelona. La Masia er Barcelona,“ segir Carles Vilarrubí.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira